Hvað er Fíkn?

Ég hef oft verið að velta fyrir mér fyrirbærinu fíkn og þá í tengslum við sálarlega fíkn, hver er drifskraftur fíknar og hvaðan kemur hún og hvers vegna fíkn blindar augu þeirra sem fyrir henni verða. Það eru til allskonar fíklar, áfengis, eiturlyfa, matarfíklar, kynlífsfíklar ásamt fleiri flokkum, en sá flokkur sem ég vill einblína á núna er hópur sem hefur stundum alveg gleymst það er hópurinn trúarfíklar. 

Skilgreining á fíkn: Er hugtak sem er notað yfir einstakling sem endurtekur sífellt skemmandi hegðun, sálfræðileg fíkn felur í sér vellíðunartilfinningu og áframhaldandi neyslu til að forðast vanlíðunartilfinningu. 

Það er mín skoðun að fíkn er flótti frá vandamáli eða óþægilegum hlutum sem einstaklingurinn vill ekki takast á við eða þorir ekki að horfast í augu við, ávöxtur fíknar er algjör ringulreið og óreiða þegar hún nær hámarki öll rökhugsun og skynsemi hverfur, fíknin kemur beint úr sjálfinu okkar eða sjálfselsku og er meðal ástæðan fyrir því að fíklar miða allt við sig fyrst og fremst, eða að svala fíkninni fyrst sama hvað það kostar og jafnvel þótt það komi niðri á öðrum og sjálfu sér. Hvernig getur maður hætt að vera fíkill? Með því að taka ábyrgð á lífi sínu og viðurkenna fyrir sjálfum sér að þú sért ekki fórnarlamb heldur að þú hafir lykilinn í höndum þér að þínum örlögum hvort sem þau eru slæm eða góð, leita sér hjálpar þegar augun hafa opnast. Þrátt fyrir góðan ásettning margra til að hjálpa fíklum þá byrjar og endar lækningin fyrst og fremst hjá fíklinum sjálfum. 

Vil ekki heyra, vil ekki sjá, vil ekki segja frá. 

KFB4CPCAR9RJ18CASDQ70JCAMDODPECA8BTUVNCAEXH9CBCAHYK28ECAX32ITOCA1CYVK5CALG8Z5MCAJ9ENUSCAQXORVMCA6DA8HFCAW6ZJLVCAJ97QI4CAGTL7I2CA5N3ZUYCAX7RJU4

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband