Framtíðarland.

Nú þegar fer að líða að kosningum vaknar upp sú von að það komi loks fram einhver stjórnmálamaður með hugsjónir og bein í nefinu til að vinna að þeim og veit það að hugsjónir eru ekki til sölu.  Það er mín skoðun að Ísland stendur á ákveðnum tímamótum og  er kannski í smá tilvistarkreppu því nú er ákveðin undiralda sem kraumar undir yfirborðinu um hvers konar framtíð við viljum eiga hér á íslandi.  Viljum við skapa fjölskylduvæna þjóð þar sem fjölskyldugildi eru verðmæt og viljum við skapa þjóð þar sem allir eru jafnir án allra fordóma, viljum við fórna náttúrunni án þess að horfa á stóru myndina?  Þó að frjálshyggjan er góð og gild þá fylgja henni líka gallar sem er sú staðreynd að hinir ríku verða ríkari en hinir snauðu greiða kostnaðinn.  Alla vega er orðið tímabært að kveða niður gamla drauga sem eru orðnir ellismellir fyrir löngu svo sem, verðtrygging, stimpilgjöld, bensíngjald, tollar. Ég er á móti því að fyrirtæki geti falið sig á bakvið það að við séum eyja og þess vegna er ekki virk samkeppni frá öðrum löndum og í skjóli þess er haldið uppi ofurháu verðlagi hér á landi.  Hvar eru stjórnmálamennirnir sem vinna fyrir þjóðina afhverju er ekki unnið að því að opna landið svo að það verði virk samkeppni og fyrirtæki þurfi að standa sig í þeirri samkeppni eins aðrir, er það ekki frjálshyggjan í hnotskurn?

Alla vega þá er kominn tími á að gera róttækar breytingar og kannski er leiðin sú að skipta leikmönnum útaf eins og gert er í íþróttum þegar menn eru ekki að standa sig.

Einn voða pirraður, LoL Nei í raun ekki en þetta er bara smá pæling.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Hermann Ingi, við erum á leið út úr þriðju víddinni, - afstæðum heimi og getum því valið að taka ekki lengur þátt í þessu samfélagsdrama, ekkert er eins og það sýnist! En það er rétt hjá þér (nú er ég að skilgreina) þessi samfélagsgerð er liðin undir lok! Búið spil, því við erum að VAKNA.

Vilborg Eggertsdóttir, 28.3.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband