Sendum sjálfselsku okkar í sumarfrí.

Eitt af æðstu boðorðum okkar er að elska náungan eins og við elskum okkur sjálf, í sjálfinu liggur hundurinn grafinn og í raun allt það sem miður fer í lífinu er sprottið frá þeirri uppsprettu, og er í raun drifskraftur þeirra sem halda að þeir hagnist á óförum annara sér til framdráttar, en elsku vinir það er ekki svo maður uppsker það sem maður sáir, hvort sem það er nú eða seinna. Eitt er víst að ef þú kemur illa fram við aðra þá kemur það niður á þér fyrr en síðar. Því er svo mikilvægt að stíga útúr því að miða allt við okkur sjálf, spyrjum heldur hvað get ég gert til að bæta líf náungans í dag, það getur verið eitt lítið bros, eitt lítið hrós í raun bara að gefa ljós frá sér þá er stór sigur unninn.

Ég hvet alla sem lesa þessa hugleiðingu að prófa að taka einn dag og hugsa bara um þann dag hvernig þú getur bætt líf þeirra sem eru í kringum þig.

Sólargeislinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jamm.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.3.2007 kl. 01:18

2 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Tekur undir þessa hugleiðingu hjá þér og legg mig iðulega framm um þetta ef ég sé mér það fært, samt held ég að það sé mikilvægast að læra að elska sjálfan sig fyrst, ekki að tala um á egó-level heldur þegar ég virkilega upplifi að ég er Allt Sem ER, læra að elska sjálfan sig takmarkalaust  og afleiðingi er sú að þú sérð og skilur að þeir eru líka þú.

Vilborg Eggertsdóttir, 31.3.2007 kl. 01:44

3 Smámynd: Birna M

Mikið rétt, þetta er það sem maður reynir að gera og þá ekki síst fyrir sjálfan sig, það hressir nefnilga svo uppá sálartetrið hjá manni sjálfum ef maður lifir þannig að leitast við að gleðja og bæta líf annarra. Þá líður manni sjálfum svo vel.

Birna M, 31.3.2007 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband