Kominn heim úr sólinni.

Undirritaður var að koma til landsins eftir viku hátíð í Hollywood Florida þar sem um fjögur þúsund kabbalistar komu saman til að halda uppá pesach. Þetta var mögnuð upplifun og veitti manni enn betri skilning um hvað Kabbalah snýst í raun og veru og var magnað að sjá þann kærleik og tengls á milli allra þeirra sem þarna voru. Það er mín skoðun að Kabbalah er eitthvað sem heimurinn þarf á að halda þar sem sjálfselska og græðgi eru eitthvað sem fer vaxandi með degi hverjum og eins vilja menn fá svör án þess að einhver mati ofan í þá hvað sé rétt og hvað sé rangt fólk vill mynda sér eigin skoðun byggða á rökum og vísindum. Annars er alltaf gott að koma heim til Íslands þrátt fyrir að veðrið sé ekki eins draumur manns. Höldum áfram að láta gott af okkur leiða og njótum lífsins í leiðinni. 


Kveðja,
Hermann Ingi

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband