Talaðu!

032507 

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú gengur inní sal fullan af fólki? 

Þú kannt að vera örlítið feimin(n), svo að þú lítur yfir salinn og reynir að finna kunnulegt andlit.

En þú finnur engan sem þú kannast við og þá gætir þú reynt að finna þægilegasta hornið þar sem litlar líkur eru á því að einhverjir taki eftir þér, þar sem sem oft á tíðum finnst þér betra að sitja ein(n) en að tala við ókunnuga. Samt sem áður, þá hugsanlega uppgötvar þú og gerir þér grein fyrir að þú ert í raun að fjötra sjálfa(n) þig með því að hegða þér á þennan hátt. Hvað veldur því að þú stígur útúr þeirri meðvitund að hugsa hvað get ég gert eða sagt til að bæta líf einhvers sem er hér inni núna? Ég veit að allir sem lesa þetta hafa einhverntíman verið bjargað frá því að stíga um borð í lestinna sem færir okkur í þunglyndisborg eða þaðan af verra þegar þú hefur verið ein(n) í slíkri stöðu með því að einhver sagði eitthvað fallegt við þig eða brosti til þín.


Mig langar að hvetja þig að bjarga eins mörgum og þú getur frá því að stíga um borð í þunglyndislestina með því að stíga út fyrir mörk þess svæðis sem þú þekkir og ert örugg(ur) í og segja eitthvað fallegt, brosa og gefa af okkur til þeirra sem kunna að vera í slíkri stöðu og talað var hér um áðan.


Þetta þýðir í raun að þegar þú ferð í vinnuna á morgun reyndu þá að finna eitthvað fallegt að segja við samstarfsfélaga, til dæmis, mikið lítur þú vel út, falleg föt sem þú ert í, þú stendur þig vel í vinnunni eitthvað sem hrósar og lætur öðrum líða betur með sjálft sig.

Og næst þegar þú ert í veislu eða samkvæmi og sérð einhvern standa einan eða eina útí horni labbaðu þá upp að þeim og brjóttu ísinn. Hafðu það ávalt í huga að lítið hrós og lítið bros getur skipt sköpum fyrir þann sem meðtekur það.

Smá gullmoli

 "Words come easy.  It's the intention of brightening another's life that requires effort."

 

 

Hugleiðing sem getur hjálpað ykkur til með þetta.

 40speaktherightwords 

I silence my ego. Push the mute button. Now I call upon the Light to speak on my behalf, on all occasions, so that my every word elevates my soul and all existence

Ljós & blessun

Sólargeislinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fishandchips

Gott innlegg hjá þér... En ef þú ert ekki sáttur við sjálfan þig, gengur oft illa að láta öðrum líða betur í þinni návist.  Hef oft reynt að standa mig betur í hrósinu, en þegar maður er með minnimáttartilfinningu, er oft erfitt að láta öðrum líða betur. En þetta er allt hugarástand og við stjórnum víst okkar eigin hugarástandi.

Hvernig væri að stofna hreyfingu fyrir þá sem finnst þeir vera "óæðra" fólk en aðrir. En þannig hugsa þunglyndir. Við erum svo heimsk og vitlaus. Enginn nennir að þekkja okkur. Kannski eigum við bara heima meða okkar líkum..... 

Fishandchips, 16.4.2007 kl. 22:07

2 Smámynd: Kaleb Joshua

það var nú ekki pælingin, mér lýður bara nokkuð vel, en mig langaði að hvetja fólk til að vera meira gefandi og láta gott af sér leiða.

Kaleb Joshua, 16.4.2007 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband