AÐ BRJÓTAST ÚTÚR ÞVÍ AÐ HUGSA BARA ÉG, ÉG, ÉG!

Þekkir þú gjafir ljósins sem þú getur deilt með öðrum? 

Við stundum festumst oft í blekkingu skilningavitana fimm og sjáum ekki útfyrir hið efnislega. Við metum okkur og metumst við aðra til að reyna að reikna út hvers virði við séum í þeirra augum og stjórnast þannig af blekkingu, í stað þess að meðtaka og viðurkenna að ljósið innra með okkur sé hinn sanni fjársjóður og verðmæti.

Að gefa er raunveruleg og varnaleg leið til að kveikja á og afhjúpa ljósið í lífi okkar, ef við náum að brjótast úr þeim hugsanahætti " hvað fæ ég útúr þessu?" eða "hvenær er komið að mér og hvenær fæ ég mitt?", ég, ég ég. Þá munu hlutirnir falla í réttan farveg og friður, velgengi og hamingja munu koma yfir þig sem við öll leitum svo heitt að.

Taktu frá tíma til að gefa af þér án skilyrða, ekki ætlast til að fá neitt til baka, satt að segja gerðu meira en að taka frá tíma, gerðu það að markmiði þínu. Stígðu uppúr því kunnuglega og verndaða umhverfi sem þú þekkir og ekki ætlast til að fá neitt til baka. Þá muntu fá miklu meira en þig grunar til baka.
Stígðu skrefinu lengra!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband