Er ekki tími tilkominn að tengja?

Eins og margir vita þá held ég út vefsíðu sem er www.kabbalah.isog tilgangurinn með henni er að skapa vettvang fyrir þá sem vilja láta gott af sér leiða, bæði til að bæta sitt líf og annarra. Nú þegar styttist í það að sumarið klárist og haustið taki við þá er margt skemmtilegt framundan og margir spennandi hlutir í deiglunni. 

14. ágúst þá ætla ég að hafa opið hús fyrir þá sem hafa áhuga á að stuðla að jákvæðum breytingum í lífi okkar og í þjóðfélaginu, ég hef rekið mig á það hér á blogginu að það er fullt af fólki sem vill láta gott af sér leiða og eins að kynnast öðru fólki sem er með sömu lífssýn.

Tengja

Þeir sem eru áhugasamir geta sent mér póst á hermann@kabbalah.is

Með bestu kveðjum og tilhlökkun að heyra frá ykkur.

Kv. Hermann


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég fór inná heimasíðuna þina/ykkar og það var ansi erfitt að lesa það sem stendur... allt of litlir bókstafir.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.7.2007 kl. 19:04

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að horfa á öll myndböndin og þetta er virkilega áhugavert... ætla eiða nokkrum tímum og lesa færslurnar á þessu bloggi.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.7.2007 kl. 19:24

3 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Ég hef gert mér far um að opna síðuna hjá þér en ekki tekist að komast inn á hana ? Það virðist sem hún sé frekar þung eða þá að Flashið sé að klikka eitthvað.

Annars bara takk fyrir gott blogg. Alltaf skemmtilegt og upplífgandi að lesa hugrenningarnar hér inni.

Lárus Gabríel Guðmundsson, 25.7.2007 kl. 22:31

4 Smámynd: Kaleb Joshua

Takk fyrir þetta strákar , kem til með að uppfæra síðuna fljótlega hún er svolítið þung í keyrslu, nýja verður léttari og með fullt af nýju og skemmtilegu efni.

Kv. Hermann

Kaleb Joshua, 25.7.2007 kl. 23:26

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

flott framtak!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.7.2007 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband