Meiri gleði fyrir okkur öll!

Ef við skoðum okkur nánar, þá munum við sjá að flestar okkar neikvæðu tilfinninga eru sprottnar uppfrá því sem kabbalistar kalla, þráin að meðtaka aðeins fyrir sjálfan sig, við getum kallað það að vera sjálfhverfur. 

Hvað er reiði? Þeir hlusta ekki á MIG, Þau kunna ekki að meta MIG, þau bera enga virðingu fyrir MÉR.

Hvað þá með öfund og hatur? Við sjáum fallega manneskju og segjum, "Af hverju er ÉG ekki jafn falleg(ur)? Við sjáum fallegt heimili eða fallegan bíl og segjum, "Af hverju á ÉG ekki fallegt hús og fallegan bíl?" 

Allar þessar neikvæðu tilfinningar eru sjálfhverfar. Og ávöxturinn er leiði sem er líka sjálfhverfur.

Hvað getum við gert er til mótefni við þessu eitri? Já

ÞAKKLÆTI. Vertu þakklát fyrir alla þá yndislegu hluti sem eru allt í kringum þig. Vertu þakklát fyrir alla þá kosti sem búa innra með þér. Ef þú temur þér að vera þakklát(ur) þá muntu upplifa minni leiða og meiri gleði.

 
Slagorð dagsins: Meiri gleði fyrir okkur öll.

vertu þakklátur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband