Óreiðu kenningin

Í gegnum tíðina hafa veðurfræðingar og vísindamenn reynt að skilja hegðun veðursins í þeirri von að geta sagt betur fyrir um hegðun veðursins sem breytist stöðuglega og gerir veðurfræðingum oft erfitt fyrir. Eitt af því sem vísindamenn hafa komist að í þeirri leit er kenning sem kallast óreiðukenningin, og fjallar um að öll svæði jarðarinnar hafa áhrif á veðurfar hvors annars. T.d. þegar fiðrildi blakar vængjum sínum í Kína þá getur það hrint af stað fellibyl í Florída. Ímyndið ykkur að eitt lítið fiðrildi geti haft slík áhrif á milljónir manna.

Það sama á við okkar andlegu hegðun. Neikvæð hegðun eins aðila getur hrundið af stað fellibyl af neikvæðni sem geta haft áhrif á milljónir manna, eins getur jákvæð hegðun hrundið af stað blessun fyrir allan heiminn.

Í dag hugsaðu þá um með hvaða hætti þín hegðun er að hafa áhrif á þitt umhverfi og jafnvel heiminn.

Óreiðu kenningin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég skapa bara logn í dag í margra kílómetra radíus!!! Eða kannski bara lognmollu þar sem það er frekar lítið um að vera þessa stundina.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.9.2007 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband