Hin 72 nöfn guðs.
26.9.2007 | 20:46
Í visku kabbalah er margskonar tækni og þekking notuð til þess að stuðla að andlegum þroska og bættu lífi og mannkyni, eitt af þeim tækjum sem er notuð eru hin 72 nöfn guðs.
Hin 72 nöfn guðs eru ekki í sjálfu sér "nöfn" í bókstaflegri merkingu. Þau eru mjög ólík venjulegum nöfnum sem við notum sjálf til dæmis þegar við kvittum fyrir bréfi eða aftan á kreditkortum okkar.
Þess í stað eru hin 72 nöfn leiðir til að tengjast þeirri óendanlegu andlegu orku sem flæðir allt í kringum jörð okkar. Við getum líkt þessu við að ef þú vildir sjá ákveðin sjónvarpsþátt þá eru nokkur atriði sem þú þarf að hafa á hreinu, t.d. hvenær hann byrjar og á hvaða stöð hann er sýndur á svo að þú getir stillt þig inná þá rás og notið þáttarins. Þetta kann að hljóma furðulega en ef þú spáir í því þá eru allskonar bylgjur og sendingar allt í kringum okkur sem við sjáum ekki en njótum samt góðs af þeim. Ég gæti nefnt þráðlausar sendingar, t.d. síma, útvarps, sjóvarps, nettengingar svo eitthvað sé nefnt. Þú ert að tengja þig inná þessa orku og notar hana jafnvel daglega, samt sérðu þær ekki en þú nýtur góðs af þeim ekki satt?
Á sama hátt eru hin 72 nöfn tíðnir sem þú getur stillt inná í hinu andlega og móttekið af þeirri andlegu uppsprettu líkt og kabbalistar hafa gert í þúsundir ára.
Nafnið sem ég vill taka fyrir í dag er nafn númer 49 "hamingja."
Þegar þú skannar þetta nafn sjáðu þá fyrir þér í huganum allt það góða sem þú vilt sjá í þínu lífi.
Ég finn styrk til að standast þrár mínar sem sprottnar eru frá sjálfselsku. Með þessu Nafni þá bið ég þess sem sál mín þarfnast, en ekki það sjálfselska mín þráir. Ég finn fyrir djúpu þakklæti fyrir öllu sem lífið færir mér. Þetta færir mér hamingju í orðsins fyllstu merkingu.
|
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.