EKKI LESA ÞETTA!
27.9.2007 | 21:37
Sagan segir af manni sem var að leggja af stað í sumarfrí, og skilur aðstoðarmann sinn eftir til að sjá um hlutina fyrir sig á meðan hann er í burtu. Maðurinn setti saman samviskusamlega lista yfir allt það sem þarf að gera, og segir síðan við aðstoðarmann sinn þú verður að lesa yfir listann minnsta kosti tvisvar á dag. Síðan leggur maðurinn af stað í sumarfrí, þegar hann snéri til baka þá sér hann að allt sé í óreiðu. Hann spyr aðstoðarmann sinn, "Hvað gerðist eiginlega?" Aðstoðarmaðurinn svarar, " ég gerði það sem þú sagðir mér að gera. "Ég las listann yfir tvisvar sinnum á dag."
Við verðum að framkvæma ef það sé vilji okkar að komast áfram í lífinu þetta árið. Hvaða framsæknu skref ertu þú tilbúin(n) til að taka nú á næstu vikum?
Athugasemdir
Ég kvitta fyrir innlitið, ég játa að ég varð að kíkja á bloggið þitt líklega vegna fyrirsagnarinnar Sé svo sannarlega ekki eftir því. Innihaldsríkt blogg.
Takk fyrir mig.
Alla
Aðalheiður Þórisdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.