The lost tomb of Jesus!

Hér er á ferð mjög áhugaverð heimildarmynd um grafhýsi sem fannst í Jerúsalem þegar unnið var að byggingarframkvæmdum árið 1980. Það sem vekur áhuga er það hversu fljótt fornleifastofnun Ísrael þaggaði þennann fund niður og reynir að gera sem minnst úr honum. Í myndinni er notuð fremsta tækni og bestu mögulegu vísindamenn til að rannsaka og kanna hversu miklar líkur séu á að þetta grafhýsi hafi geymt Jesú og fjölskyldu hans, svo sem Maríu Magdalenu, Maríu móður Jesú, bræður Jésú meðal annars. Skemmtileg mynd sem gaman er að skoða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Gætum við bara ekki slegið þessu upp í ~ The Akashic Records ~ ?  "the Akashic Records contain every deed, word, feeling, thought, and intent that has ever occurred at any time in the history of the world."

Vilborg Eggertsdóttir, 11.10.2007 kl. 00:43

2 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll félagi. Ég sá þennan þátt og sat eftir satt að segja með þá skoðun að Ísraelsmenn reyni að fela ýmislegt varðandi Jesú Krist. Þar sem þeir segja Jesús ekki vera Messías, þá er margt mjög gruggugt í þessari heimildarmynd. Mæli með þessari mynd. Hún er stórmerkileg og sýnir vel hvað tæknin er mikil í dag.

Einnig mæli ég með að fólk skoði þessa mynd út frá þeirri "ferð" sem þáttargerðarmenn fara af stað með, en það er hvort þetta sé Grafhýsi Jesú Krists. Hugsum hvort þetta sé mögulegt?

Sveinn Hjörtur , 11.10.2007 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband