Feluleikur
18.10.2007 | 21:29
Ímyndaðu þér að þú farir aftur í tímann, þú ert fimm ára og allir krakkarnir í hverfinu eru í feluleik. Þú ert hann þú telur 1.2.3.4...10. Þú opnar augurn - allir standa þarna bara og horfa á þig.
Hvar er fjörið í því? Nei til að upplifa ánægju og spennu þá þurfa allir krakkarnir að fela sig. Að hafa fyrir því að finna sérhvern einstakling er það sem gerir leikinn spennandi. Og það að fela sig er það sem skapar spennuna og fjörið.
Svona er lífið í hnotskurn. Okkar lífsfylling er í felum, því að annars gæfi það okkur enga fullnægju ef við fengju allt stöðuglega uppí hendurnar og þyrftum aldrei að hafa fyrir neinu. Það gæfi okkur ekki lífsfyllingu. Það er leitin og leiðangurinn eftir ástinni, auðnum, heilsunni, vináttunni, og að lokum að vakna til lífsins andlega, það er eldsneytið fyrir þrám okkar til að vera lifandi, ef við þyrftum ekki að hafa fyrir hlutunum þá væri það okkur leiðgjarnt.
Í dag vertu með þeirri vitund að lífið er einn stór feluleikur. Njóttu þess þótt að allt gangi ekki alltaf eftir okkar óskum, en þó með þeirri fullvissu að þín lífsfylling er falinn rétt fyrir framan nefið á þér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.