Landaðu þeim stóra!

Sá stóriÞað vekur oft furðu mína hversu smátt við hugsum oft á tíðum.  Alheimurinn er stöðuglega að leggja á borð fyrir okkur gnægðarborð með varanlegum gæðum svo við getum lifað uppfylltu lífi, samt sem áður þá sættum við okkur stöðuglega við leifarnar.

Ég heyrði eitt sinn sögu af manni sem fór að veiða einn daginn.  Eftir að hann var búinn að landa einum, þá tók hann fiskinn og mældi með reglustiku og ef fiskurinn var stærri en reglustikan sem hann var með þá kastaði hann fiskunum aftur í vatnið.  Í lok dagsins þá hafði hann hent þó nokkrum fiskum í vatnið og annar veiðimaður sem stóð ekki langt frá undraði sig á þessu og ákvað að ganga að honum og spyrja hann útí þetta.  Og maðurinn svaraði, "jú sjáðu til að potturinn sem ég á er ekki breiðari en 20 cm. Ég hef enginn not fyrir stærri fisk."

Lífið vill færa okkur allar góðar gjafir, en á meðan við erum föst í okkar litlu þrám og hugsunum, þá er eins og við séum að henda góðu gjöfunum frá okkur.

Í dag, hugsaðu uppá nýtt hvað það er sem þú vilt fá útúr lífinu.  Stækkaðu ker þitt, þínar þrár.  Ímyndaðu þér að þú getir gert allt og getur fengið allt og leyfðu sjálfum þér að hafa það hugrekki að fara á eftir þínum þrám.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband