Á ég að vera, á ég að fara?

á ég að staldra Á ég að vera eða á ég að fara?  Spurningin endalausa.  Í samböndum, störfum, borgum - við höfum öll þurft að staldra við krossgötur og þurft að finna svar við þeirri spurningu.  Og hversu oft höfum við hafið göngu á nýrri braut aðeins til þess að horfa til baka með eftirsjá?

Á okkar göngu í lífinu, þá er það undir okkur komið að spyrja spurninguna hvort að þessi starfsframi, elskhugi sé kominn á leiðarenda - eða hvort þetta sé eitthvað til að berjast fyrir.  Spurningin sem lögð fram er, " er ég að stimpla mig út af einhverju smáatriði?  Við getum verið með hina fullkomnu manneskju, eða verið í vinnu sem er sérsniðin fyrir þig, og gefist upp útaf einhverju lítilfenglegu sem gerðist sem jafnvel enginn man eftir mánuð eða ár fram í tímann.

Hvaða braut ert þú að hugsa að skilja að baki í dag?  Líttu til baka og spyrðu sjálfan þig hvort þú sért að taka saman þitt hafurtask af réttum ástæðum? Í dag er tækifærið þitt til þess að stíga skref fram á við, eða koma þér aftur fyrir á þeirri hlaupabraut sem þú hefur hafið þitt hlaup nú þegar.


.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband