Ganga okkar um hinn andlega veg.

 ganga                                 

Í hinum fullkomna heimi þá væru allir stöðuglega að vinna að góðgerðar og andlegum málum og nota tíma sinn í það að þroskast andlega og stuðla að jákvæðum breytingum í heiminum.  En svo er það nú ekki, skyldan kallar á okkur, við þurfum að borga reikningana okkar, sinna öllu því sem þarf að sinna í hringiðju okkar daglega lífs, sem heldur okkur vel við efnið og tekur mest allan okkar tíma.  Og loks þegar tími gefst til að sinna andlegum lærdómi og iðkun þá kann okkur að finnast að við höfum dregist of mikið afturúr til að halda áfram. 

Ef þú ert ein(n) af þeim sem að finnur sig heima í þessu, þá hef ég fréttir að færa!  Svo lengi sem það er þrá innar með þér til að finna hinn rétta veg til að ganga eftir, þá ert þú nú þegar á honum, ef það er þrá þá mun lífið leiða þig áfram á þá staði sem þú þarft að finna og fara á.

Í dag, taktu nokkur skref áfram á þessari andlegu braut sem þú ert nú þegar á.  Framkvæmdu eitthvað góðverk sem er án nokkur skilyrða eða skuldbindinga, ef þú færð hugdettu að góðverki, framkvæmdu það án þess að hugsa allt of mikið um það og ekki væntast þess að fá neitt til baka.  Því stærri framkvæmd, því stærri skref muntu ganga fram á við á þinni andlegu göngu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll Hermann minn.

Er ekki eitt að langa og annað að ganga ?

Kristinn Ásgrímsson, 10.11.2007 kl. 21:36

2 Smámynd: Kaleb Joshua

Get tekið undir það Kristinn, það er alltaf betra að láta verkin tala, en meðan það er löngun þá er viðkomandi í það minnsta á réttri leið, sem er væntanlega betra en að vera á rangri leið.

Kaleb Joshua, 11.11.2007 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband