Þú getur allt!

brokenwalls2Öll höfum við einhverja veikleika í bland við þá góðu kosti sem við búum yfir, og það er ekkert að því. Í raun er það ástæðan fyrir því að við erum hér á jörðinni, til að umbreytast og verða sterkari og sterkari og betri og betri manneskjur.

Lykilatriðið í því að yfirstíga veikleika er það að viðurkenna og sjá að þú hafir veikleika, og síðan að óska eftir hjálp eða leiðbeiningu.  Því sannleikurinn er sá, að í sál okkar þá eigum við allan þann kraft sem við þurfum á að halda. " það að viðurkenna og leita svara" er leiðinn til að hreinsa burt þær hugsanir, blekkingar sem segja " ég get þetta ekki", og þar afleyðandi leysum við úr læðingi þann kraft sem mun hjálpa okkur til að sigrast á hverju sem er. Og gera það með myndugleika.

Í dag, í hvert sinn sem þú verður var við veikleika hjá þér, óöryggi, tilfinningum að þú getir ekki, að aðrir viti betur en þú-- minnstu þá þess að, "það er allt í lagi."  Ekki berja á sjálfum þér eða reiðast, kenna öðrum um, eða bregðast með þeim hætti sem þú ert vön/vanur. Einfaldlega uppfylltu það með Ljósi með því að viðurkenna veikleikan og biðja síðan vin, kennara, eða þann besta Skaparann um aðstoð.
Og vittu til það sem sýndist svo erfitt og óyfirstíganlegt verður skyndilega lítið mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband