Hvar er Guð?????
15.11.2007 | 00:34
"Hvar er Guð?" gæti fólk spurt.
Hann er í þér hann er í mér, hann er allsstaðar.
Eina ástæðan fyrir því að þú sért ekki að upplifa og finna allan þann kraft sem er í ljósi Guðs, er sú að það hefur verið hulið fyrir þér á bakvið tjöld. Það að vera illur, með hatur í hjarta, öfundsjúkur,sjálfhverfur og þaðan af verra, dregur tjöld yfir líf þitt sem hylja ljósið. En sem betur fer þá er samt von því að í hvert skipti sem þú yfirstígur sjálfan þig og kemur fram með umburðarlyndi, tillitssemi, og kærleika til náungans, þá byrja tjöldin að lyftast upp og meiri og meiri ljós kemur inní þitt líf. Hafðu það hugfast að Ljós Guðs er eilíft og stöðuglega til staðar og mun aldrei breytast. Það er þitt val að velja hvort þú fjarlægir tjöldin og færir meira ljós í líf þitt og heiminn, eða hvort dregur ennþá fleiri tjöld yfir líf þitt og eykur við myrkrið í lífi þínu.
Í dag, dragðu fram eins mikið Ljós og þú mögulega getur. Gerðu eitthvað gott fyrir náungan án þess að hafa einhverja sérstaka ástæðu fyrir því. Syntu þörfum annarra fyrst á undan þínum eigin. Taktu þig sjálfan þig ekki of hátíðlega í dag en sýndu öðrum virðingu og vinsemd.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.