Hamingjan!

Kabbalah kennir okkur það að sönn varanleg hamingja kemur ekki utan frá, og ávinnst ekki af veraldlegum hlutum sem koma og fara úr lífi þínu.  Þú kannt hafa keypt drauma bílinn, ráðinn í það starf sem þig dreymdi alltaf um, búin(n) að finna hinn drauma makann.  En svo áður en þú veist af þá byrjar hamingjuvíman að fjara út, og það sem veitti þér svo mikla gleði áður, er ekki með sama móti nú.

Hamingja er kraftur sem dvelur innra með okkur.  Þegar við færum hamingju í heiminn, þá kveikja jafnvel litlir hversdagslegir hlutir í lífi þínu upp gleði og unun.  Skyndilega finnur þú að hamingjan verður ekki lengur tilviljunarkennd.  Hamingjan er eðli hins sanna þakklætis.
Umvefðu kraft hamingjunnar sem dvelur innra með þér í dag.  Finndu ilminn af útsprungni rós, leiktu þér örlítið lengur með krökkunum, dansaðu polka án nokkurra ástæðu.  Uppgötvaðu alla litlu yndislegu hlutina sem eru allstaðar í kringum þig og njóttu lífsins, til þess er það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband