Lifðu eftir því sem þú boðar öðrum.
22.11.2007 | 22:31
Kabbalistarnir kenna okkur það að ef við viljum tileinka okkur gildi og visku Kabbalah, þá verðum við að kenna öðrum. Þegar ég nota orðið að kenna, þá meina ég ekki það að predika yfir öðrum og berja þá í hausinn. Að predika er ekki að það sama og kenna. Að kenna merkir að þú þarft sjálfur að uppfylla og lifa eftir þeim gildum sem þú vilt planta á meðal annarra. Þú átt að vera lifandi vitnisburður, fyrirmynd fyrir aðra, opið bréf fyrir aðra, að því leiti að þú notar og lifir eftir þeirri tækni og vísdómi sem framkallar jákvæðar og góðar breytingar í lífi þínu fyrst og síðan í heiminum.
Þegar fólk finnur fyrir því ljósi og orku sem streymir frá þér, þegar þau verða vitni og sjá breytingarnar í þínu eiginn lífi, þá munu þau vilja vita hvernig þú fórst að þessu. Þau munu vilja vita hvert þú sækir þinn kraft og hver uppspretta breytinganna þinna er. Og það er sá tími sem þú getur auðmjúklega deilt með öðrum því sem þú hefur lært og upplifað.
Í dag hafðu munninn fyrir neðan nefið, lifðu eftir því sem þú boðar öðrum. Þetta er besta og virkasta leiðin til að útbreiða þann boðskap sem þú vilt koma á framfæri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.