Áfram gakk!

áfram gakkEins og barnið lærir að ganga fá skref í einu á milli þess sem það dettur á rassinn, þá verða skrefin alltaf fleiri í hvert skipti sem barnið reisir sig upp og heldur áfram að ganga.  Þau skipti sem barnið dettur á rassinn verða ansi smá í samanburði við öll þau skref sem það mun ganga yfir allt sitt lífsskeið. 

Með sama hætti þá getum við litið á vandamál og hindranir og verið fullviss um það að yfirleit standa slíkar kringumstæður stutt yfir.  Hindranir og vandamál eru oft send í okkar veg til þess að þrýsta okkur upp á næsta stig og til að auka okkar andlega þroska. Vandamál eru til að sigrast á þeim, til að gera þig sterkari.  Og ef við temjum okkur slíkt hugarfar, þá munt þú komast að því að vandamál og hindranir munu verða lítilfjörleg í samanburði við lífsskeið að andlegri uppfyllingu.

Í dag, minnstu þess að standa upp og ganga áfram ef þú fellur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Góð samlíking.

Halla Rut , 24.11.2007 kl. 20:53

2 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sammála og Guð blessi þig

Kristinn Ásgrímsson, 25.11.2007 kl. 18:58

3 Smámynd: Kaleb Joshua

Eina rétta leiðin er áfram.

Kaleb Joshua, 25.11.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband