Bárátta úlfanna!

Eitt sinn var Indíánahöfðingi sem fékk barnabarn sitt í heimsókn og drengurinn spurði afa sinn, afi viltu segja mér sögu?  Afinn brosti blítt og ákvað að segja drengnum sögu sem myndi auka visku hans og gæti hjálpað honum síðar í lífinu.  Hann sagði hinum unga drengi frá dæmisögu um úlfana tvo. 

úlfaslagur"Hann sagði drengur, það á sér stað innra með öllum mönnum bardagi.  Bardaginn stendur er milli tveggja úlfa sagði afinn."
 Annar úlfurinn er illur, Hann er reiður, ólgar af bræði, öfund, græðgi, hroka, eftirsjá, sjálfsvorkunn, lygum, fölsku stolti, og finnst hann vera yfir alla kominn og egó hans er stórt.  Hinn úlfurinn er góður. Hann er hamingja, friður, von, einlægni, auðmýkt, góðsemd, umhyggja, sannleikur, kærleikur og trú.

Barnabarnið hlustaði með eftirtekt og varð hljóður og hugsaði um stund um það sem hann hafði heyrt.  Síðan spurði hann afa sinn, "Hvaða úlfur mun sigra þennan bardaga?"

Og hinn aldraði indíánahöfðingi svaraði, "Sá sem þú fóðrar"

Hvaða úlf ert þú að fóðra í dag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.12.2007 kl. 13:11

2 Smámynd: Túrilla

Eitt besta og uppbyggilegasta blogg sem ég hef séð.
Kærar þakkir fyrir þessi yndislegu skrif.

Túrilla, 3.12.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband