LIFÐU!
3.12.2007 | 18:34
Hugur mannsins er stöðuglega á ferðalagi fram og til baka - hann vill helst halda okkur frá því að staldra við til að njóta líðandi stundar, og fær okkur stundum til þess að einblína á ranga hluti. Það fellur í okkar verkahring að temja huga okkar og koma honum undir stjórn, til þess að við getum uppgötvað og skilið það sem er að gerast í lífi okkar núna, og oftar en ekki þá er það akkúrat það sem við þurfum á að halda.
Í dag, æfðu þig í því að umfaðma núið og lifa í dag. Gerðu líðandi stund að þínum vini, en ekki að óvini, og vittu til að hlutir munu skyndilega umsnúast.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.