Slökkva takk!

Við eigum það til stundum að einblína meira á óreiðuna í stað þess að horfa á það sem við höfum verið blessuð með, ekki satt?

SlökkvaVið hugsum oft meira um það sem við höfum ekki í stað þess að vera þakklát fyrir það sem er nú þegar til staðar.  Við hugsum meira um þá sem eru illa við okkur í stað þess að hugsa um þá sem elska okkur.  Við leggjumst til hvíldar hugsandi um þann sem gerði eitthvað á okkar hlut í stað þess að hugsa um þá sem standa okkur við hlið.  Með slíkum hugsunarhætti þá drögum við bara meiri neikvæðni og meira af því sem við viljum forðast. 

Í dag er upplagt að teygja sig í neikvæðnis rofan í huga þínum og hreinlega slökkva á honum.  Leyfðu síðan sjálfum þér að sjá allt það góða sem býr innra með þér og eins allt það góða sem er í kringum þig.  Þú munt vita að þú sért á réttri leið þegar neikvæðir hlutir fara að skipta minna og minna máli fyrir þér.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er víst sagt að þeir sem eru neikvæðir hafi jafn oft rétt fyrir sér og hinir sem eru jákvæðir. En það er bara miklu meira gaman hjá þeim jákvæðu.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.12.2007 kl. 04:15

2 Smámynd: Túrilla

Það ætti að gera bloggið þitt að skyldulesningu. Það vekur mann til umhugsunar um ansi margt sem gengur á innra með manni. Endilega haltu þessu ótrauður áfram - ég ætla að lesa hér daglega nýjar sem gamlar færslur. Jákvæðnin verður aldrei of mikil. Hjartans þakkir fyrir allt.

Túrilla, 5.12.2007 kl. 08:30

3 Smámynd: Kaleb Joshua

Sæll Svanur! Orð að sönnu, það er miklu skemmtilegra hjá þeim jákvæðu

Sæl Túrilla! Gaman að fá þig í heimsókn, takk fyrir hlý orð.

Kaleb Joshua, 5.12.2007 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband