Rétt eða rangt?
5.12.2007 | 21:32
Lífið snýst ekki um það hver hefur rétt fyrir sér og hver hefur rangt fyrir sér. Lífið snýst um það að verða skapari þíns líf og lifa uppfylltu lífi með því að afhjúpa ljósið sem hefur verið hulið fyrir þér. Þannig eru leikreglurnar. Ef einhver gerir á þinn hlut og þú svarar í sömu mynt til baka, þá ertu ekki að deila af þér og gefa, heldur ert þú að bregðast við, hugsar ef þú meiðir mig þá meiði ég þig, hugsar inná við í stað þess að hugsa útá við. Það getur vel verið að þú hafir rétt fyrir þér og eigir jafnvel rétt til þess að svara til baka, en með því að gera einmitt það þá hengir þú upp enn eitt tjaldið sem hylur ljósið enn frekar fyrir þér. Þetta er einmitt það sem svo margir virðast ekki sjá og skilja. Hafa ekki uppgötvað þetta ennþá. Og það er ástæðan fyrir því að það sé sorg og sársauki í heiminum í dag.
Í dag spyrðu sjálfan þig að þessari spurningu: Er það vilji minn að þurfa hafa rétt fyrir mér en vera um leið óánægð(ur)? Eða er það vilji minn að leyfa mér stundum að hafa rangt fyrir mér en vera um leið hamingjusamur?
Athugasemdir
Þetta er góð fræsla hjá þér sem vert er að hugsa um!
Guðný Lára, 6.12.2007 kl. 11:57
Takk fyrir góða hugleiðingu og pælingu - Mín trúarvissa er að allt sem við hugsum að við séum erum við með réttu eða röngu. Og það eru jú ástæður fyrir því hvers vegna mismunandi ávextir spretta af jákvæðum og neikvæðum hugsunum. Það er ekki bara gleði og sorg, heldur framfarir og afturfarir, farsæld eða niðurbrot. Þetta hefur ekkert með rétt eða rangt að gera. Við erum sköpuð úr hugskoti Guðs, töluð fram með hans orði og í hans mynd. Ef hann hefði talað fram auðn og tóm, þá hefði það orðið sköpunarverkið. En hann talaði fram líf og þessa sköpun sem við erum, búum með og búum í hér í þessari vist. Víst er að við þurfum að vanda hugsanir okkar. Við þurfum að gæta þess hvers við óskum okkur, því það gæti nefnilega ræst. Þetta á jafnt við um neikvæðar og jákvæðar hugsair og óskir. Guð sem skapaði okkur í sinni mynd gaf okkur þetta sköpunarvald og það höfum við notað til að búa okkur það sem við búum við og það sem við erum. Það er undir okkur komið hvað við gerum við þetta vald og hverja við veljum að deila því með. Með réttu eða röngu. Með jákvæðni eða neikvæðni. Með þakklæti eða fálæti. Við sjálf veljum, með okkar frjálsa vilja, sáum því sem við veljum að sá í þann jarðveg sem við veljum okkur og uppskerum í samræmi við það. Þannig er það og hefur alltaf verið. Okkar er frjálsi viljinn.
Guðbjörg Pétursdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 21:43
Alltaf gaman að kíkja á skrif þín....þakka.
Lárus Gabríel Guðmundsson, 7.12.2007 kl. 02:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.