Kraftaverk.

engill 

Segjum sem svo, að engill kæmi og heimsótti þig í draumi, og hann myndi segja þér frá því að þegar þú myndir vakna næsta morgun þá fengir þú að upplifa kraftaverk á þeim degi, hvernig myndir þú hegða þér þann dag?

Með eftirvæntingu, tilhlökkun og gleði ekki satt? 

Kabbalistarnir útskýra fyrir okkur það að einmitt eftirvæntingin, tilhlökkunin og gleðin er hvatningin sem kemur kraftaverkum af stað í okkar lífi.  Þegar við vitum að kraftaverk sé á leiðinni og höfum eftirvæntingu, það opnar leiðina fyrir því að kraftaverk geti átt sér stað.  Okkar fullvissa um að kraftaverkið mun koma er sá kraftur sem kallar þau fram og lætur þau verða að veruleika.

Vertu full(ur) af eftirvæntingu í dag.  Vertu fullviss um að kraftaverk sé á leiðinni til þín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Þú ert alveg hræðilega jákvæður einstaklingur.

Púkinn, 12.12.2007 kl. 18:13

2 Smámynd: Kaleb Joshua

 takk fyrir það, mér þykir það einfaldlega miklu skemmtilegra

Kaleb Joshua, 12.12.2007 kl. 18:32

3 Smámynd: Árni þór

það er ekkert ef hjá mér með kraftaverk heldur fullvissa vegna samfélagsins við Jesú Krist, bað síðast fyrir manni í dag sem var búin að vera sárkvalin í bakinu mjög lengi, bað stutta bæn (örfáar sekúndur) og verkurinn fór um leið í Jesú nafni.
þetta er alltaf að gerast en mikilvægara er þó allar innri lækningarnar sem gerast í Jesú nafni.

Árni þór, 12.12.2007 kl. 18:40

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

http://www.whatthebleep.com/crystals/ 

 þú þekki þetta sjálfsagt en það sem þú ert að tala um eru bein áhrif hugmyndanna sjálfra á umhverfi okkar.

Kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.12.2007 kl. 09:31

5 Smámynd: Kaleb Joshua

Góður punktur hjá Svanur

Kaleb Joshua, 13.12.2007 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband