Að gera við sjálfan sig.
25.12.2007 | 14:45
Umburðarlyndi er einn af miðpunktum í þeirri kennslu sem viska Kabbalah kennir, og umburðalyndi þarfnast stöðugar æfingar við. Í öllum þeim samskiptum sem við eigum við okkar ástvini, fjölskyldu, og vini þá eigum við það til að vilja breyta þeim sem eru í kringum okkur í stað þess að meðtaka þau eins og þau eru og elska þau án skilyrða. Ekki reyna að gera við þau, einfaldlega meðtaktu þau og elskaðu.
Í dag, þegar þú finnur þörf fyrir því að draga athyglina á hvað aðrir eru að gera rangt, snúðu þá þessu við og dragðu athyglina að sjálfum þér. Taktu ábyrgð yfir því sem á sér stað innra með þér og spyrðu sjálfan þig að því hvaða sáðkorn af neikvæðni hefur sloppið fram hjá þér, gæti verið óuppgerður sársauki, því að manneskjan er í raun að spegla þig.
Athugasemdir
takk fyrir þetta Hermann, hef alltaf heillast af kaballahtrú!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.12.2007 kl. 16:48
Þetta eru heillandi fræði
Kaleb Joshua, 27.12.2007 kl. 00:11
Sæll Erlingur!
Það er ekki alveg rétt að Kabbalah sé speki úr gamla testamentinu, því Kabbalah er mun eldri en handrit biblíunnar og í raun er biblían skrifuð með þeim hætti að það þarf ákveðna lykla til að opna hana upp og skilja boðskap hennar og sá lykill heitir The Zohar og er hornsteinn visku Kabbalah. The Zohar er í raun eina ritið sem útskýrir virkni og lögmál hins andlega með svo nákvæmum hætti, rökum og vísindum og hefur ekkert með trú að gera og hefur aldrei gert.
kv. Hermann
Kaleb Joshua, 4.1.2008 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.