Gleðileg jól!

gefaÞað eru algeng mistök sem við öll gerum einhverstaðar á leiðinni í okkar andlegu göngu, og það er þegar við byrjum að setja okkur á hærri hest og dæma aðra fyrir að hafa minni þekkingu en við og fyrir að vera minna andleg.  En staðreyndin er sú að við erum hér öll til að hjálpa hvert öðru að rétta fram hjálpar hönd til að reisa hvort annað við og hjálpa hvort öðru uppá næsta stig.  Öll sú viska og þekking sem við búum yfir er til einskins og marklaus ef við förum ekki og lifum eftir því grundvallar atriði að elska náungan eins og við elskum okkur sjálf.  Í dag ef þú finnur þig á þeim stað að vera með dæmandi hugsun gangvart náunganum að hann sé lægri settur en þú, minnstu þá þess stundar þegar þú varst í sömu sporum.  Finndu leið og legðu þig fram við að leggja fram hjálparhönd til að reisa hann við, rétt eins og einhver gerði fyrir þig á sínum tíma.

Ég vil líka nota tækifærið og óska öllum gleðilegra jóla og það er mín einlæga ósk að þið megið eiga gleði og friðarjól.

jól


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband