Rís upp!
27.12.2007 | 23:26
Ef þú finnur þig einhvern tímann í þeirri stöðu að þú upplifir sársauka eða þjáningu þá er besta leiðin til að koma sér út úr þeirri stöðu er að byrja að deila og gefa af þér til annarra. Með því að nýta sársauka þinn til að hjálpa öðrum þá dregur þú niður gríðarlegt magn af ljósi inní þitt líf. En ef þú dvelur í þínum eigin sársauka, jafnvel þótt að það væri réttlætanlegt að gera það, þá munt þú aðeins sökkva dýpra í ótta og þunglyndi.
Í dag, finndu leið til að deila með þeim sem eru í svipaðri eða verri stöðu en þú. Þannig munt þú rísa uppúr þínum eigin sársauka.
Athugasemdir
kæri hermann !
Gleðileg áramót til þín og þinna. vonandi farið þið í rólegheitum inn í hið nýja ár
Mahatma Gandhi sagði svo rétt Kærleikurinn er sterkasta aflið sem til er í heiminum og jafnframt hið hógværasta sem unnt er að hugsa sér.
Megir þú vera í Kærleikanum nú og alltaf.
AlheimsKærleikur til þín
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 14:41
Takk fyrir það kæra Steinunn!
Gleðilegt nýtt ár og ég tek áskorunninni og mun svo sannarlega stefna að því að lifa í meiri kærleik á nýju ári
Kaleb Joshua, 30.12.2007 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.