Að sleppa úr fangelsi óttans.

Í mínum hugleiðingum og skrifum um Kabbalah þá hafið þið oft séð mig nota eftirfarandi hugtök, Guð, Ljósið eða Skaparinn og út frá þessum hugtökum hafa sumir dregið þá ályktun að ég sé að hvetja fólk að taka upp trú á einn allsherjar Guði út frá skrifum mínum, svo fer víðs fjarri. 

Hið rétta er að Kabbalah kennir okkur aftur á móti með hvað hætti við getum uppgötvað og upplifað það Ljós sem býr innra með okkur öllum.  Aukið okkar þekkingu á okkur sjálfum og því umhverfi sem við búum í, veitt okkur þau tæki og tól sem nauðsynleg eru til að þroskast og sigrast á ótta okkar.  Ástæðan fyrir því að við kvíðum að líta á og takast á við okkar ótta er vegna þess að þessi sami ótti eru þeir rimlar í fangaklefa þínum sem halda þér frá þínum eilíflega hluta eða þínu æðra sjálfi.

Í dag vertu vakandi yfir því hvað þú óttast.  Taktu eftir hversu oft þessi ótti kemur upp og finndu hversu sársaukafullt það er að dvelja með þeim ótta.

ótti

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Alltaf fín hjá þér bloggin. Segðu mér; er til íslensk útgáfa á Zohar ? Ef svo er, hvar er hægt að nálgast hana ?

Kíkti á þetta á vefnum og það dúkkar ekkert upp ?

Lárus Gabríel Guðmundsson, 2.12.2008 kl. 00:25

2 Smámynd: Kaleb Joshua

Sæll Lárus!

Það er því miður ekki komin þýðing á íslensku, en þú getur fengið Zohar á ensku þetta eru 23 bindi.

Ég get aðstoðað þig ef þú hefur áhuga á að fá Zoharinn

Bestu kveðjur,

Hermann 

Kaleb Joshua, 2.12.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband