Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Að breytast eða að vera þvingaður til breytinga.

Í okkar lífsins göngu þá höfum við val um að vera fyrri til að breytast til hins betra eða þá að lífið mun skapa okkur kringumstæður sem munu þrýsta þér til að breytast. Það að vera fyrri til að breytast er mun sársaukaminna heldur en þurfa að lenda í kringumstæðum sem neyða mann til að horfast í augu við hlutina og þar af leiðandi breytast til batnaðar. Þitt er valið. 

Í dag hugsaðu til þeirra svæða í lífi þínu þar sem þú hefur samþykkt að muni eða geti ekki breyst. Við höfum öll í þannig kringumstæðum að við vændumst ekki breytinga, og þar af leiðandi gerum við ekkert í því. Ef þér dettur ekkert í hug sem mætti breyta í lífi þínu, spurðu þá sem eru í kringum þig. 

Á hvaða sviði lífs míns sérðu að ég hef gefist uppá að reyna að bæta, þar sem ég jafnvel hættur að reyna?

breytast


Ert þú andlegur?

Að vera andlegur krefst þess ekki endilega að þú stundir kirkju, mosku, eða einhverja aðra skiplagða starfssemi. Þú fremur andlega hluti þegar þú rífst við þá sem þú elskar, eða lendir í uppákomu við neikvætt fólk, eða þegar þú ert pirraður eða pirruð, þegar þú ert fastur í umferðarþunga, þegar þú bregst út frá afbrýðissemi, allt eru þetta andlegir hlutir sem þarna eiga sér stað.

Það skiptir í raun ekki máli hversu mikið þú hefur lært, frekar skiptir það máli hvernig þú notar þá hluti sem þú hefur lært í þínu daglega lífi.

Í dag, lýttu eftir litlum tækifærum þar sem þú getur sett lærdóminn í verk.

andlegur


Eru tvær hliðar á þér?

Kabbalah kennir okkur að það séu tvær hliðar á hverjum einstaklingi: hver við erum og hver við getum orðið. Hver við getum orðið það er staðurinn þar sem við viljum vera á. Þar eru okkar möguleikar og tækifæri. Þetta er staðurinn sem hugurinn leitar á þegar við eru spurð, "ef þú gætir verið hvað sem er í lífinu hvað yrði fyrir valinu?  

Hvert leitar hugur þinn þegar þú þarft að svara spurningu líkt þessari. Getur þú leyft þér að sjá fyrir þér fullkomna útgáfu af þér. 

Í dag sjáðu fyrir þér endurbætta útgáfu af þér. Því meira sem þú gerir það, því hraðar munt þú þróast í þá átt.

tvær hliðar

 


Spurðu!

Þú getur tekið upp stein sem hefur legið í ánni í tvo daga, eins getur þú tekið stein sem hefur legið í ánni í tvö ár og lagt þá á árbakkann og þeir munu þorna á sama tíma.

Það skiptir ekki máli hversu lengi þú hefur gengið þinn andlega veg. Þá er það stundin sem þú kemst á þann stað að þú þráir að breytast það er sá tími sem þú munt breytast.

Þrýstu á sjálfan þig í dag. Horfðu á þau svið í þínu lífi sem þú hefur forðast að takast á við. Spurðu fólk í kringum þig hvað það sé sem þú þurfir að breyta í fari þínu. Það mun ekki vera notalegt ef þú færð að heyra hreinan sannleikann. En það mun frelsa þig og setja þig frjálsan frá þeirri tilfinningu að þurfa að fela þinn sársauka.
spurðu


Hvað er í matinn?

Eiginmaðurinn fer til læknisins og segir "Læknir, ég er í miklum vandræðum með konuna mína.  Hún vill hreinlega ekki viðurkenna að hún sé heyrnalaus:" Læknirinn svarar honum, prófaðu þetta þegar þú kemur heim, þegar þú kemur innum dyrnar, hrópaðu þá, elskan hvað er í matinn í kvöld? Ef þú færð ekkert svar, færðu þig þá aðeins nær og spurðu aftur, færðu þig nær og nær þar til hún svarar.

Eiginmaðurinn ákveður að prófa þetta og um leið og hann kemur innum dyrnar þá kallar hann, " Elskan hvað er í matinn?" Hljóðlega færir hann sig nær og spyr aftur hvað sé í matinn, loks er hann nokkrum sentímetrum frá konu sinni og ákveður að hrópa "Elskan, hvað er í matinn?" Hún snýr sér að honum og segir, í fjórða og í síðasta sinn segi ég þér, við höfum súpu í kvöld.

Gallarnir sem við sjáum í fari annarra eru oft þeir gallar sem við berum ekki að viðurkenna að séu í raun til staðar í lífi okkar. Hugsaðu um þetta í dag, þegar þú sérð hegðun annarra sem fer í taugarnar á þér spurðu þá sjálfan þig um leið " hegða ég mér með sama hætti?"

súpa


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband