Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Í sérhverju skýi er hulið gull!
31.1.2008 | 17:28
Í hvert sinn sem þú ratar í erfiðar kringumstæður, vertu þá viss um að þær voru sendar í þinn veg til að hjálpa þér að vaxa. En því miður þá ýtum við alltof oft óþægilegum hlutum frá okkur.
Segjum sem svo að þú sért að glíma við fjárhagslega erfiðleika og Guð kæmi til þín og sagði að hann myndi gefa þér sjö milljónir króna í hvert skipti sem einhver særði þig eða reitti þig til reiði en skilyrðin væru sú að hann myndi sjá um allar þínar þarfir en þú mættir ekki bregðast við þegar einhver særði þig, þú mættir ekki taka neinu persónulega heldur þyrftir að sleppa takinu af öllum slíkum tilfinningum.
Hvað væri þá á huga þínum alla daga? Þú myndir biðja Guð um að senda allt það fólk sem gæti hugsanlega sært þig, þú myndir vakna upp hvern morgun og hugsa um hvar finn ég þá sem eru erfiðir í samskiptum og dónalegir?
Staðreyndin er sú að þegar þú lifir lífi þínu með þessu hugarfari, þá munt þú öðlast það sem er miklu verðmætara en sjö milljónir króna. Þú meðtekur Ljósið, sem felur í sér allt það sem þú þarft, þar á meðal fjárhagslegt öryggi, hamingju, góða heilsu og sátt og frið í sálu.
Í dag umfaðmaðu allt það sem kann að vera erfitt og óþægilegt. Sjáðu gullið sem er hulið í hverju dökku skýi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki gleyma hver elskar þig!
27.1.2008 | 11:31
Hérna er eitthvað til að hugsa um: Ljósið elskar þig!
Ef ljós Skaparans er of framandi fyrir þig, settu þá hlutina í einfaldara samhengi. Sjáðu fyrir þér ótakmarkaða ást og umhyggju foreldra fyrir barni eða börnum sínum. Með sama hætti elskar Skaparinn okkur og ber umhyggju fyrir okkur. Það lítur kannski alltaf þannig út í huga okkar, en ef þér finnst að sambandið hafi slitnað þá eru skilningarvitin fimm að blekkja þig. Ef við stígum útfyrir hin fimm skilningarvit þá er kærleikurinn og ástin til staðar, ekkert nema ást.
Og ef Ljósið ( Skaparinn) elskar þig - og hefur trú á þér - hvernig getur þú þá í raun efast um sjálfa(nn) þig?
Mundu hver þú ert í raun í dag. Og aldrei gleyma hver elskar þig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hin bönnuðu handrit biblíunnar!
25.1.2008 | 21:24
I gegnum tíðina hafa margir velt fyrir sér afhverju þau handrit sem í biblíunni eru voru valin og afhverju voru mörg mikilvæg trúarhandrit hafnað. Hver var það sem ákvað hvaða handrit voru þau réttu og hver voru röng. Slíkar umræður hafa reglulega komið upp þegar nefndir og ráð eru að velja hvað sé rétt og hvað sé rangt fyrir fólkið og nýlega komu upp deilur um nýja þýðingu á biblíunni þar sem sumir segja frábært en aðrir guðlast. Langaði að setja hérna fram heimildarmynd sem veitir skemmtilega sýn á afhverju mörg miklvæg trúarleghandrit var hafnað af ráði Constantine keisara sem var heiðinn rómarkeisari sem valdi biskupa eða trúarleiðtoga síns tíma til að ákveða hvað væri af guði og hvað ekki og velja þau handrit sem við þekkjum sem biblían í dag.
Bloggar | Breytt 4.2.2008 kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Loftaðu út!
25.1.2008 | 09:15
Ef þú vilt vita hvernig líf þitt lítur út, kannaðu þá hugsanir þínar. Ef þér líkar ekki það sem þú sérð, breyttu því þá með því að skipta um hugarfar.
Flest okkar eru föst í hugsunarmynstri ótta, vonbrigða, reiði, og eftirsjá. Við endurvinnum sömu hauga hugsunina aftur og aftur. Það er svolítið kæfandi eftir smá tíma, ekki satt?
Í dag, opnaðu glugga huga þíns og loftaðu út, leyfðu ferskum blæ leika um huga þinn. Stingdu höfði þínu út um gluggann og sjáðu allt fólkið þarna úti. Kannski hugsanlegir vinir? Farðu til þeirra og talaðu við þau. Leitaðu eftir aðstoð óskast skiltinu, nýjum tækifærum, gæti verið hugsanlegur nýr starfsframi, gangtu inn og leggðu inn umsókn.
Sjáðu nýtt verða til, leyfðu, gleði og jákvæðum hugsunum að taka yfir til tilbreytingar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hver er munurinn á Kabbalah og trúarbrögðum?
23.1.2008 | 01:50
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Verð ég að trúa á guð til að lifa andlegu lífi?
21.1.2008 | 20:56
Ég hef fengið oft þá spurningu um hvort kabbalah sé trú, og í því tilefni langar mig að setja fram þetta myndband sem útskýrir á einfaldan og góðan hátt muninn á trú og kabbalah.
Eins smá hugleiðing um bænina.
Njótið vel,
Kv. Hermann
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hættu að ónáða mig!
16.1.2008 | 16:24
Ef við erum algjörlega hreinskilinn, erum við þá ekki öll sek af því að vera slæmir hlustendur? Kabbalistarnir kenna okkur það að lífið snýst að miklu leiti um það að tengjast öðrum. Hvernig getum við í raun elskað og skilið aðra þegar við gefum okkur aldrei tíma til að hlusta á hvað þeim liggur á hjarta? Ef við stöðuglega klippum á fólk, þá erum við að hindra þau í að geta tengst við okkur og um leið farið á mis við mikið ljós og blessun sem þeim einstaklingi er ætlað að færa inní þitt líf.
Í dag, taktu þá einfaldlega eftir hversu erfitt það er að ónáða engan.
Bloggar | Breytt 25.1.2008 kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
EKKI TRÚA ÞVÍ!
13.1.2008 | 04:27
Einn af þeim kostum sem fylgir því að stunda kabbalah er sú tækni og þekking sem gerir þér kleift að þróa með sér síu hugsana með þessari mögnuðu tækni, þú getur sigtað úr þær hugsanir sem að munu skaða og lært að sjá þær fyrir það sem þær eru og neitað að trúa neikvæðum hugsunum sem eru í eðli sínu blekking. Það er samt ekki svo að vitrir menn og konur fái ekki neikvæðar hugsanir - það getur í raun enginn stöðvað þær - en þeir trúa þeim samt sem áður ekki. Þetta er það sem gerir þá vitra í raun.
Hverju ertu að trúa í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ormurinn í eplinu.
9.1.2008 | 21:39
Eins og ormurinn í eplinu hefur takmarkaða sýn af heiminum og hefur jafnvel talið sér í trú um að innann eplisins sé allt það sem í heiminum er. En þegar hann fundið leiðina útúr því takmarkaða umhverfi sem hann hélt að væri allt sem væri í heiminum, þá birtist honum skyndilega landslag sem er mun stórfenglegra og stærra en hann hafði talið sér í trú um.
Við lifum eins að mörgu leiti. Við festum okkur inní takmörkuðu rými, og vitum ekki hvers við erum að fara á mis við. Vin einblínum eingöngu á það sem við erum og sjáum ekki hvað við getum orðið.
Í dag, grafðu þig útúr því epli sem þú býrð inní. Hvað er það sem þú villt verða og sjá rætast eftir viku?, mánuð eða ár?´ Sjáðu fyrir þér á hvaða sviðum þú getur vaxið, gerðu meira, vertu meira, ef þú vilt dreyma stórt þá verður þú að hugsa stórt líka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mér þykir það leitt.
8.1.2008 | 00:02
Það eitt að biðjast afsökunar fjarlægir ekki sársauka þess sem óskað er eftir fyrirgefningu hjá. Það eitt að biðjast afsökunar hindrar þig ekki í því að bregðast við á sama hátt undir öðrum kringumstæðum eftir viku eða tvær. Til að leiðrétta þann sársauka sem þú hefur skapað öðrum, þá þarft þú að fjarlægja það myrkur sem fékk þig til að hegða þér með slíkum hætti fyrir það fyrsta.
Í öðrum orðum, sjáðu vandan, meðtaktu hann og gerðu þér grein fyrir að það sé myrkur þarna til staðar innra með þér, sama hversu mikið það kann að hræða þig. Því að um leið og þú hefur yfirstigið óttann við að viðurkenna það sem falið er í dýpstu skúmaskotum innra með þér, þá getur þú byggt á því og tekið fyrir það næsta sem er það að leggja sig allan fram við að fjarlægja það slæma úr eðli þínu.
Í dag, dragðu athygli þína að því myrkri sem þú hefur falið innra með þér. Þú munt kannski ekki fjarlægja það í einu skoti, enn þú getur byrjað á ferlinum sem mun fjarlægja myrkrið með því að vera meðvitaður um það og skjóta stöðuglega ljósi á myrkrið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)