Valið er þitt.
17.10.2008 | 11:36
Rav Ashlag stofnandi Kabbalah Center árið 1922 kenndi okkur að það eigi aldrei að vera neinar þvinganir í okkar andlega lífi og leit. Ef þú ert að sækja kirkju eða musteri eða gefur tíund eða vinnur sjálfboðastarf vegna þess að einhver sagði að þú yrðir að gera það þá er það ekki gert með heilindum og er ekki raunverulegt.
Í lífinu, þá eru við annað hvort afleiðing af vali eða þvingun. Sem þýðir að okkar forgangsröð, tilfinningar og andlegar tengingar geta verið settar yfir okkur eða þá að við getum valið þessa hluti sjálf. Við komum ekki hér á jörðina til að verða trúræksnis trúðar eða vélmenni sem gerir aðeins það sem því er skipað eftir bókinni. Nei við komum til að verða skaparar yfir okkar örlögum.
Jú við þurfum kennara, leiðbeinendur, og ástvini til að hjálpa okkur að fjarlægja það sem blindar okkur, en hið endalega val er og verður ávalt okkar val.
Í dag er góður dagur til að velja hvað lífi þú vilt lifa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Minnumst þess góða.
16.10.2008 | 12:07
Að renna yfir okkar góðu kosti og okkar jákvæðu gjörðir í huga okkar er músík fyrir sálina.
Í dag, hjálpaðu þá vinum og vandamönnum þínum að muna sína góðu kosti sem prýða þá. Talaðu um þá, það mun færa þér góða tilfinningu. Því meira sem þú virðir og heiðrar sjálfan þig, því meira munt þú skynja nærveru Guðs, Ljóssins, Jesú, Vishnu, Múhammed, Búdda eða hvern þann æðri kraft sem þú samsvarar við í þínu daglega líf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki sofna á leiðinni!
13.10.2008 | 12:09
Þess vegna er það okkur mikilvægast að vera ekki þröngsýn og eftirvæntingalaus í dagsins amstri og leyfa ljósinu að færa okkur í þá átt sem við þurfum að stefna að hverju sinni. Sú stefna kann að vera önnur en sú sem við vorum búin(n) að sjá fyrir okkur, en sannaðu til að til langtíma mun hún reynast betri leið. Í dag, vertu opin fyrir að sjá lausn eða lausnir fyrir þarfir þínar, jafnvel lausnir sem þér kann ekki að líka til að byrja með eða skilur ekki akkúrat núna. Þetta snýst nefnilega um að uppgötva að þú getur ekki leyst úr eða gert allt sjálfur og til að kenna þér að vera meðvitaður um að allt sem kemur í líf þitt er komið til að stuðla auknum andlegum þroska og vexti, og til að þrýsta þér til að sjá atburði sem kunna að hafa verið í gangi eða eru í gangi sem tækifæri í stað hindrun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Öll þau svör og lausnir sem þú leitar að eru nú þegar innra með þér!
11.10.2008 | 01:29
Mundu að eins og það er ritað "Guð er ekki fjarri." Ekki láta myrkrar eða neikvæðar hugsanir sannfæra þig um það að þú sért víðs fjarri frá því að vera sá sem þú þráir að vera, eða að fjallið sé of hátt til að klífa það.
Öll þau svör og lausnir sem þú leitar að eru nú þegar innra með þér!
Í dag taktu þá eitt smátt skref í áttina að því sem þú vilt sjá breytast og Ljósið mun leiða þig áfram á næsta stig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ekki missa af tækifærinu!
6.10.2008 | 15:52
Oft á tíðum þá fáum við frábæra hugmynd eða fáum góða tilfinningu gagnvart einhverju en fylgjum því ekki. Við viljum velta þessu betur fyrir okkur, og áður en þú veist af þá hefur þú misst af tækifærinu.
Kraftaverkin gerast yfirleitt í kringumstæðum sem eru ekki þægilegar og oftar en ekki þá krefjast þau þess að taka áhættu. Þá sekúndu sem þú veist innra með þér hvað þarf að gera, þá er það stundin til að fylgja þeirri vitund eftir.
Prófaðu að sleppa því að velta hlutunum of mikið fyrir þér í dag þegar þú færð tilfinningu eða hugmynd sem þú finnur innra með þér sé rétt, fylgdu þá þinni sannfæringu og framkvæmdu og framkvæmdu hratt, sjáðu hvað gerist.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af hverju urðu Adam og Eva að yfirgefa Edensgarð?
5.10.2008 | 14:28
Af hverju urðu Adam og Eva að yfirgefa Edensgarð?
Var það útaf eplinu sem þau átu? Nei. The Zohar (bók dýrðarinnar) sem er yfir 2000 ára gömul rit Kabbalista talar um hina raunverulegu synd Adams, sem var sú að hann hætti að trúa því að hann væri verðugur til að vera þarna áfram.
Kjarninn er sá að okkur er heimilt að gera mistök. Öll okkar. Til er vinsæl tilvitnun sem fer á þessa leið, englarnir eru á himnum. Við erum hér á jörðinni fyrir þá ástæðu að falla og læra að komast aftur upp.
En þegar syndir okkar eða réttara væri að segja mistök okkar láta okkur finnast óverðug, eða vanmáttug þá er það hin raunverulega synd.
Í dag skaltu bera höfuð þitt hátt og lyftu þér upp úr lægðinni uppá hærra svið en þó ekki svo hátt að þú náir ekki til þess.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bók hinna dauðu frá Tíbet.
5.9.2008 | 01:58
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frásögnum ber ekki saman.
4.9.2008 | 23:31
Ég hef lengi haft gaman að skoða allskonar hluti og vega og meta, við lesningu guðspjallanna þá rekst maður aftur og aftur á það að frásögnum ber ekki saman og í raun er öll bókin þannig, og það vekur upp fleiri spurningar um sanngildi þeirra sem rituðu niður frásagnirnar, gott dæmi eru akkúrat guðspjöllin sem dæmi matteus sá sem skrifar guðspjallið sem ber hans nafn, var t.d uppi mörg hundruð árum á eftir daga Jesú á jörðini og er guðspjallið í raun skráning (hear say ) á sögum sem hann heyrði hér og þar, og þar liggur hundur einmitt grafinn að flest þessara handrita eru undir áhrifum annarra, t.d. las ég skemmtilegt handrit um daginn, handrit Enoch sem oft er minnst á í biblíunni, var góður vinur Móse og hátt skrifaður Guðsmaður en komst samt ekki einhverja hluta vegna í biblíuna, þeir sem lesa handrit Enoch og opinberunarbók Jóhannesar gætu fengið það á tilfinninguna að þeir væru að lesa sama handritið samt var Enoch uppi löngu áður en Jóhannes.
Ég tek fram að þetta er mín skoðun og er ekki ætluð til að særa einn eða neinn, enda hef ég lifað eftir góðu kabbalisku ráði sem er á þessa leið: Ekki trúa mér, þú verður að sannreyna alla hluti sjálfur.
Nokkur dæmi um frá sagnir sem ber ekki saman.
Jóhannesarguðspjall 10:30 Ég og faðirinn erum eitt
Jóhannesarguðspjall 14:28 Þér heyrðuð, að ég sagði við yður: ,Ég fer burt og kem til yðar.` Ef þér elskuðuð mig, yrðuð þér glaðir af því, að ég fer til föðurins, því faðirinn er mér meiri.
Matteusarguðspjall 28
1Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina.Markúsarguðspjall 16
1.Þá er hvíldardagurinn var liðinn, keyptu þær María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme ilmsmyrsl til að fara og smyrja hann.
Jóhannesarguðspjall 21
1.Fyrsta dag vikunnar kemur María Magdalena til grafarinnar svo snemma, að enn var myrkur, og sér steininn tekinn frá gröfinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Láttu slag standa!
4.7.2008 | 01:19
"Það sem manneskja gerir ekki á meðan hún býr yfir þeim krafti sem Skaparinn hefur gefið henni, þá mun hún ekki fá annað tækifæri til að framkvæma og skapa í gröfinni, því að á þeim tíma mun hún glatað þeim krafti að geta valið, skapað og haft frjálsan vilja þeim sama og henni var gefið í byrjun.
Ramchal! mikill Kabbalisti frá 18 öld sagði
Gluggi tækifæra er opin allt í kringum okkur en spurningin er hversu lengi verður hann opinn?
Í dag, endurskipulegðu forgangsröðina þína. Líttu yfir daginn þinn og sjáðu hversu miklum tíma þú leggur í það sem SKIPTIR MÁLI, þjóna öðrum, leggja sjálfið til hliðar, og sjá tengingu þina við Ljósið vaxa. Hættu að fresta hlutum og hugsa ég geri þetta seinna. Það er ekkert tækifæri líkt því sem stendur frammi fyrir þér núna, gríptu það!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)