Sjáðu sáðkornið!

sa_korn.jpgSérhver uppákoma, atburður í veröld okkar inniheldur sáðkorn.  Lífið kann að sýnast í óreiðu, tilviljunarkennt og ruglingslegt, þá er það aðeins vegna þess að við erum ekki meðvituð og skiljum ekki framvindu lögmálsins sem er sífellt er að störfum og kallast lögmál gjörða og afleiðinga, (sem þýðir í stuttu máli að allt sem við gerum og segjum hefur afleiðingar) í öðrum orðum viljum við aðeins sjá það áþreifanlega, þegar sáðkornið fer í moldina þá sjáum við það ekki, það þýðir samt að það sé ekki þarna og að í sáðkorninu sé tré sem á eftir að verða sýnilegt.

Vankunnátta fólks á þessari staðreynd hefur þær afleiðingar að það lifir í þeirri blekkingu að skyndilega komi ógæfa yfir eða skyndileg blessun og það botnar ekkert af hverju.  Ekkert gerist af því bara eða fyrir tilviljun, ekkert gerist bara skyndilega.  Stóra tréð í garðinum birtist ekki bara skyndilega, nei það þurfti að planta sáðkorninu fyrst áður en það varð sýnilegt.

Ef það er eitthvað í lífi þínu núna sem þú vilt losna við, þá verður þú fyrst að viðurkenna fyrir sjálfum þér þá staðreynd að já þú plantaðir einhver staðar sáðkorni í fortíðinni sem hefur nú borið ávöxt.  Skiptir engu hversu skyndilega og tilviljunarkennt það kann að vera, vertu þá viss um að það eru engin slys eða tilviljanir í Kabbalah.  Það er aðeins regla, gjörðir og afleiðingar af þeim gjörðum, framkvæmd og afleiðing framkvæmdar.

Í dag, plantaðu jákvæðu sáðkorni með því að gera þig aðgengilegan fyrir aðra og taktu ábyrgð á því sem þú hefur gert í hugsunarleysi, í sjálfselsku og öðru sem þú hefur gert á kostnað annars.


Edgar Casey - Endurholgun - Sálufélagi

Edgar Casey var einn mesti miðill sem uppi hefur verið, og eitt af því sem hann talaði mikið um var fyrri líf, Edgar talaði um að sálin væri stöðugt að endurfæðast til þess að þroskast og þróast, hann hjálpaði fólki í nútíð með því að fræða það um fyrri líf og benti þeim á leiðir til að leiðrétta mistök úr fyrra lífi. Áhugaverður þáttur.

The Moses code

The Moses code, mynd frá leikstjóra The Secret, Drew Heriot sem er ástralskur leikstjóri, flott mynd sem er að mínu mati rökrétt framhald af Secret myndinni og kemur inná þá hluti sem mér fannst vanta í The secret.

Hvað gerði Jesú frá aldri 12-30?

Heimildarmynd frá National Geographic um æviskeið Jesú frá 12- 30 aldurs sem lítið hefur verið vitað um og vantar alveg í biblíuna.


The rivals!


Children of God - David Berg

Áhugaverð umfjöllun um David Berg ( Ástarspámaðurinn) sem stofnaði Children of God 1968 og færði trúboð á alveg ótrúlegt plan og kom með ótrúlegar hugmyndir svo sem Flirty fishing þar sem hann sendi konur út á akurinn til að sofa hjá mönnum og fá þá til að taka upp trú á jesú í framhaldi, alveg ótrúleg frásögn og virkilega víti til varnaðar og áminning um mikilvægi þess að setja skýran lagaramma utan um söfnuði og fríkirkjur til að koma í veg fyrir að menn eins og David Berg hafi skjól til að starfa án ábyrgðar og eftirlits í nafni trúarinnar.

 

3.hluti

4.hluti

5.hluti


Skemmtileg pæling.


Tími til að blása!

Hversu langt líður frá fæðingu hugmynda þinna og framkvæmdar?

Þegar veröldin var sköpuð, þá var ekkert hik á milli hugmyndar og framkvæmdar Þegar Skaparinn sagði verði ljós þá varð ljós samstundis.

Í dag, er dagurinn til að segja verði ljós!  Dustaðu rykið af einhverri góðri hugmynd sem þú byrjaðir einhvern tíman á og kláraðir aldrei.

Blástu nýju lífi í það, og verði ljós.

blástu


Verði Ljós!

Eru blessanir þínar eru lokaðar..... í öðru fólki.

ljós


 

 

 

Taktu ljósið aftur!  Farðu til einhvers í dag sem þú hefur átt erfitt með að hitta auglitis til auglitis, og láttu hana eða hann vita með framsæknum hætti að þau hafi rétt fyrir sér með eitthvað sem þið hafið deilt um og vertu fyrri til að leita sátta.

Því erfiðra sem það er að mæta þessum einstaklingi, því meira Ljós munt þú afhjúpa inní þitt líf.  Svo í guðana bænum farðu og náðu aftur í það Ljós sem þú hefur verið að gefa öðru fólki! 

 


Fullvissa!

 fóstur

í þá níu mánuði sem við erum í móðurkviði áður en við fæðumst, þá heldur engill á kerti fyrir okkur, og kennir okkur leyndardóma alheimsins.  Við meðtökum allt, frá upphafi til enda heimsins.  Þegar við svo fæðumst, þá blæs engillinn blíðlega á efri vör okkar og lætur okkur gleyma öllu því sem við höfðum lært.  En samt eru upplýsingarnar en til staðar í sálu okkar í undirmeðvitund okkar, sú hugmynd að Skaparinn leggi slíkan grunn í okkar sál, og það er á þeim grunni sem við byggjum okkar meðvitund upp.

Þessar minningar sem við fáum í móðurkviði eru grunnurinn af því sem Kabbalistar kalla fullvissa.

Úr bókinni Becoming like God eftir Michael Berg.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband