Færsluflokkur: Bloggar

Hugurinn!

Hugurinn og börnin - hvað eiga þau sameiginlegt? Jú þau eiga það til að hlaupa frjáls um án leiðbeiningar.
Mörg okkar hafa enga stjórnun yfir hugsunum okkar, við leyfum huganum að vafra um fara fram og til baka og kalla fram hluti líkt og eftirsjá, reiði, áhyggjur, ótta eða aðra vanlíðan eftir vild. Það að aga hugann er kjarninn fyrir því að þroskast andlega, það kann að vera eitt af því erfiðasta sem við gerum því í eðli okkar erum við hrædd við breytingar.

Í dag, höldum hugsunum okkar í núinu. Og veljum vel hvað við leyfum huganum að dveljast við. Og þú hefur tekið skref í þá átt að taka stjórn yfir þinni hamingju.

Gömul speki segir.

Sá maður sem hefur ekki stjórn á huga sínum verður ávalt undir þann kominn sem hefur slíka stjórn.

hugsanir

Kveðja,

Sólargeislinn

 


Af hverju erum við ekki alltaf uppfyllt?

Kveðja,
Sólargeislinn


Lifðu!

Lífið er fallegt.
Sérhver stund er veisla af gjöfum ljósins, en stundum gleymum við okkur í dagsins amstri (líka ég) þanning að við missum af því að njóta þeirra gjafa sem eru allt í kringum okkur.

Taktu 30 mínútur af þínum tíma í dag og alla daga - þar sem þú ert ein(n) með sjálfum þér á stað þar sem þú getur setist niður, horft, hlustað, lyktað, skynjað og upplifað og njótið þess að vera þú.

Þegar við höfum komist á þann stað að geta notið þess einfalda og þess stórbrotna þá höfum við sannarlega tekið skref í þá átt að eignast algjört frelsi.

0OX7F3CACGOADVCARPYXGACAB8843XCA6J3P74CAPYS17CCA2X0B9HCAIOM28LCAM02NV1CAHFELGQCALRT1ZRCACYQDF8CA9K313ACANY23X7CAE0B6AECAJJM0SBCA6HM0FICASASIBZ

Kv. Sólargeislinn.


Einn kaffi takk!

Það er nokkuð skondið með okkur mannfólkið að við höfum þessa undarlegu þörf og jafnvel skyldu til gagnrína og jafnvel dæma aðra án þess að hafa unnið okkar heimavinnu. En hvernig væri að við myndum spyrja okkur áður en við svölum þessari þörf. " Væri ég jafn fljót(ur) að bjóða þeim sem ég gagngríni eða dæmi í heimsókn eða kaffi?" Ef svarið er já þá láttu verða að því að bjóða viðkomandi í kaffi ásamt tveimur teskeiðum af umburðarlyndi að sjálfsögðu. En ef við erum ekki tilbúin að bjóða viðkomandi í kaffi eða heimsókn þá skulum við líka halda aftur af því að dæma eða gagngrína líka.

Og þá muntu þú fá eigin(n) bolla af ást og kærleik frá alheiminum í staðinn.

 

kaffi


Að gefa!

Hefur þú gefið af þér í dag?

"Ef bálið er að logna út hreyfðu þá við viðnum og það mun brenna á ný. Ef ljós sálarinnar skín ekki skært hreyfðu þá við sálinni svo að ljósið megi spretta fram" Tilvitnun úr The Zohar.

Þetta snýst allt um að vera virkur. Ef við viljum vera uppfyllt í lífi okkar þá verðum við að eiga við líf okkar, gerðu eitthvað sem þú ert ekki vanur að gera eitthvað sem er ekki í hinu daglega prógrammi. Taktu þér tíma í vikunni til að gefa af þér. Að gefa af sér án þess að ætlast að fá eitthvað til baka er frelsandi fyrir sál mannsins.  

flower-2

 


100% athygli!

Þegar einhver er að deila einhverju með þér eða er að tala við þig, gefur þú þeim aðila 100% athylgi eða ertu að renna yfir í huganum yfir listann yfir alla þá hluti sem þú átt eftir að gera eða ert skyndilega komin(n) á sólarströnd langt í burtu?

Það er í mannlegu eðli þörf fyrir að deila með öðrum okkar innstu hugsanir og tilfinningar án þess að þurfa að óttast að vera hunsaður eða enn verra að verða dæmdur fyrir að tjá sig. Að vera viljugur að hlusta og leggja sig fram í því að vera með opin huga er stórkostleg gjöf til að gefa öðrum. 

Í samtölum, samskiptum þínum í dag leggðu þig þá fram í því að leggja við hlustir þegar einhver talar við þig. Ef þér finnst erfitt að bera kærleik til viðkomandi, ímyndaðu þér þá að þú sért að tala við einhvern úr þinni fortíð sem þú elskar og berð mikla virðingu fyrir. 

Hafið góða helgi og látið ljós ykkar skína inní líf annara.

ljós

Kveðja,
Sólargeislinn.


Gleðilegt sumar!

Þá er sumarið formlega loksins komið og tekur á móti okkur með brosi á vör. Mikið var fallegt veður í dag og gefur vonandi tóninn fyrir því sem framundan er.

Gleðilegt sumar.

Sólargeislinn.


Viltu heyra leyndarmál?

Eins og margir vita þá er Madonna nemandi í fræðum Kabbalah langar að deila með ykkur myndbroti þar sem gefur góða mynd af því sem hún er að gera.
Madonna hefur verið mjög virk í því að nota frægð sýna til góðs og eins og var í fréttum nýverið að þá var hún á leið til Malawi sem er þorp í Afríku þar sem er mikil neyð og mikið af munaðarlausum börnum og eyðnissmituðum börnum. Madonna hefur lagt The kabbalah center lið í verkefnum sem bera nöfnin Raising Malawi sjá kynningar myndband og eins í verkefni sem ber nafnið Spiritually for kids sjá kynningar myndband 

Sjá myndband um leyndarmál Madonnu

Smella hér


Talaðu!

032507 

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú gengur inní sal fullan af fólki? 

Þú kannt að vera örlítið feimin(n), svo að þú lítur yfir salinn og reynir að finna kunnulegt andlit.

En þú finnur engan sem þú kannast við og þá gætir þú reynt að finna þægilegasta hornið þar sem litlar líkur eru á því að einhverjir taki eftir þér, þar sem sem oft á tíðum finnst þér betra að sitja ein(n) en að tala við ókunnuga. Samt sem áður, þá hugsanlega uppgötvar þú og gerir þér grein fyrir að þú ert í raun að fjötra sjálfa(n) þig með því að hegða þér á þennan hátt. Hvað veldur því að þú stígur útúr þeirri meðvitund að hugsa hvað get ég gert eða sagt til að bæta líf einhvers sem er hér inni núna? Ég veit að allir sem lesa þetta hafa einhverntíman verið bjargað frá því að stíga um borð í lestinna sem færir okkur í þunglyndisborg eða þaðan af verra þegar þú hefur verið ein(n) í slíkri stöðu með því að einhver sagði eitthvað fallegt við þig eða brosti til þín.


Mig langar að hvetja þig að bjarga eins mörgum og þú getur frá því að stíga um borð í þunglyndislestina með því að stíga út fyrir mörk þess svæðis sem þú þekkir og ert örugg(ur) í og segja eitthvað fallegt, brosa og gefa af okkur til þeirra sem kunna að vera í slíkri stöðu og talað var hér um áðan.


Þetta þýðir í raun að þegar þú ferð í vinnuna á morgun reyndu þá að finna eitthvað fallegt að segja við samstarfsfélaga, til dæmis, mikið lítur þú vel út, falleg föt sem þú ert í, þú stendur þig vel í vinnunni eitthvað sem hrósar og lætur öðrum líða betur með sjálft sig.

Og næst þegar þú ert í veislu eða samkvæmi og sérð einhvern standa einan eða eina útí horni labbaðu þá upp að þeim og brjóttu ísinn. Hafðu það ávalt í huga að lítið hrós og lítið bros getur skipt sköpum fyrir þann sem meðtekur það.

Smá gullmoli

 "Words come easy.  It's the intention of brightening another's life that requires effort."

 

 

Hugleiðing sem getur hjálpað ykkur til með þetta.

 40speaktherightwords 

I silence my ego. Push the mute button. Now I call upon the Light to speak on my behalf, on all occasions, so that my every word elevates my soul and all existence

Ljós & blessun

Sólargeislinn


Það er aldrei of seint.

 

52passion

 

 

 

Þú ert eflaust búin(n) að átta þig á að þú hefur sál og sú sál er eilíf. Og það er mín von að þú vitir að sál þín kom inní þennann heim með ákveðið verkefni til að leysa rétt eins og James Bond til samlíkinar. Við fengum kannski ekki flottann bíl og byssu líkt og 007, en þér er ætlað að gera ákveðna hluti í þessum heimi sem aðeins þú getur framkvæmt. Sumir kunna að kalla þetta köllun eða lífsverk sitt, en varist því það er til afl sem reynir ákaft að koma í veg fyrir að þú lifir þeim eða uppfyllir þína drauma.

Það er aldrei of seint, oft dynja yfir okkur okkar eigin takmörkuðu hugsanir og vantrú á okkur sjálfum sem heldur okkur föstum í sömu sporunum vegna þessa að við erum orðin of gömul eða við erum of ung, við erum ekki nógu menntuð eða við erum of brotin. Sannleikurinn er sá að sá sem stjórnar útsendingu á þessum hugsunum getum við kallað óvinurinn sem er í lífi okkar til að skapa ögrun og hindranir í líf okkar til að sigrast á. Þegar við finnum upp afsakanir fyrir því að vinna ekki í þeim hindrunum og því sem örgrar okkar frelsi og hamingju þá hefur óvinurinn skorað mark gegn okkur.

Gamal kínverskt máltæki talar um að langt ferðalag byrjar með einu skrefi.

Það er aldrei of seint að iðrast. Sá sami óvinur sem við ræddum um áðan fyllir okkur með stolti, hroka og jafnvel skömm til að hindra okkur í því að iðrast og biðjast fyrirgefningar þegar við höfum brotið á örðum. Ávöxturinn af þessu er sá að fólk einangrast og skilur eftir eyðu í lífi okkar og þar af leiðandi líka í alheiminn fyrir neikvæða orku að flæða inní heiminn.

Smá áskorun. Taktu upp símann, skrifaðu bréf eða hugleiddu þau orð sem eru efst á síðunni til að senda ljós inní líf þeirra sem eyða hefur myndast.

Það er aldrei of seint að fara á eftir draumi sínum. Sem foreldri þá fylgist ég með börnum mínum með augun full af lífi stöðuglega að leita eftir næsta fjöri, eitthvað til að takast á við eða gera eitthvað skemmtilegt. Og ég hugsa með sjálfum mér af hverju hef ég ekki þessa eftirvæntingu í lífi mínu líkt og börnin alla daga? Tökum ákvörðun að setja eftirvæntingu í það sem hefur orðið rútína. Kabbalistar kenna það að vonir okkar og draumar koma frá sálinni svo þegar við tengjumst við drauma okkar og gerum þá að veruleika þá erum við að opinbera meira ljós inní heiminn.

Ljós og blessun.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband