Færsluflokkur: Bloggar
Samræður við Guð.
14.4.2007 | 22:12
Bloggar | Breytt 15.4.2007 kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rabbi Jesus
13.4.2007 | 13:24
Fann hérna skemmtilegt viðtal við Bruce Chilton sem hefur eitt mörgum árum í að rannsaka ævi Jesú og skrifaði bókina Rabbi Jesus út frá þeirri rannsókn. Þarna varpar Bruce nýju ljósi á ævi Jesú og hvaðan hann kom og á hverju hans kenningar eru byggðar uppá. Í bókinni kemur meðal annars fram að Jesú hafi í raun verið Kabbalisti og byggt sín fræði og kennslu á þeirri visku, eins eru útskýringar sem varpa nýju ljósi á Jesú að hann hafi í raun ekki verið sá sem fólk telur hann vera.
Skemmtilegar pælingar
Smelltu hérna til að sjá viðtal
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frá óreiðu til frelsis.
12.4.2007 | 15:07
Jæja þá er komið að því að þann 24 apríl verður nýr fræðslufundur á vegum www.kabbalah.is og verður haldinn í Gerðubergi menningarmiðstöð við Gerðuberg 3-5, 111 Reykjavík
Fundurinn hefst kl. 19:30
Ræðumaður verður Chagai Shouster sem hefur kennt kabbalah í yfir tólf ár og hefur meðal annars kennt við The Kabbalah Center í London þar sem Madonna og Mick Jagger iðka Kabbalah.
Ræðuefni verður: Frá óreiðu til frelsis.
Farið yfir hvernig þú getur nýtt þér Kabbalah til að ná fullkomnum árangri með líf þitt og að lífið þarf ekki að vera tilviljunarkennt, örlögin liggja í þínum höndum og þú ein(n) ert árbyrg.
Ég vil ítreka að Kabbalah er ekki trúarbrögð heldur viska og vísindi sem við getum nýtt til að skilja hvaða lögmál gilda í heiminum og fyrir sál mannsins.
Endilega látið sjá ykkur, nánari upplýsingar má finna á www.kabbalah.is
Ljós og blessun
Sólargeislinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kominn heim úr sólinni.
9.4.2007 | 15:44
Undirritaður var að koma til landsins eftir viku hátíð í Hollywood Florida þar sem um fjögur þúsund kabbalistar komu saman til að halda uppá pesach. Þetta var mögnuð upplifun og veitti manni enn betri skilning um hvað Kabbalah snýst í raun og veru og var magnað að sjá þann kærleik og tengls á milli allra þeirra sem þarna voru. Það er mín skoðun að Kabbalah er eitthvað sem heimurinn þarf á að halda þar sem sjálfselska og græðgi eru eitthvað sem fer vaxandi með degi hverjum og eins vilja menn fá svör án þess að einhver mati ofan í þá hvað sé rétt og hvað sé rangt fólk vill mynda sér eigin skoðun byggða á rökum og vísindum. Annars er alltaf gott að koma heim til Íslands þrátt fyrir að veðrið sé ekki eins draumur manns. Höldum áfram að láta gott af okkur leiða og njótum lífsins í leiðinni.
Kveðja,
Hermann Ingi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sendum sjálfselsku okkar í sumarfrí.
31.3.2007 | 01:16
Eitt af æðstu boðorðum okkar er að elska náungan eins og við elskum okkur sjálf, í sjálfinu liggur hundurinn grafinn og í raun allt það sem miður fer í lífinu er sprottið frá þeirri uppsprettu, og er í raun drifskraftur þeirra sem halda að þeir hagnist á óförum annara sér til framdráttar, en elsku vinir það er ekki svo maður uppsker það sem maður sáir, hvort sem það er nú eða seinna. Eitt er víst að ef þú kemur illa fram við aðra þá kemur það niður á þér fyrr en síðar. Því er svo mikilvægt að stíga útúr því að miða allt við okkur sjálf, spyrjum heldur hvað get ég gert til að bæta líf náungans í dag, það getur verið eitt lítið bros, eitt lítið hrós í raun bara að gefa ljós frá sér þá er stór sigur unninn.
Ég hvet alla sem lesa þessa hugleiðingu að prófa að taka einn dag og hugsa bara um þann dag hvernig þú getur bætt líf þeirra sem eru í kringum þig.
Sólargeislinn
Bloggar | Breytt 1.4.2007 kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Uppgötvaðu Kabbalah.
29.3.2007 | 00:48
Setti hér skemmtilegt kynningarmyndband um Kabbalah sem er yfir 5000 ára gömul viska sem fær mann til að hugsa.
Hér fyrir neðan eru skemmtilegar pælingar til að hugsa um.
- Þarf ég að trúa á guð til að lifa andlegu lífi? Smella hér!
- Af hverju getum við ekki lifað öll í sátt? Smella hér!
- Hvernig getum við gert til að breyta heiminum? Smella hér!
Bloggar | Breytt 30.3.2007 kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Framtíðarland.
27.3.2007 | 18:58
Nú þegar fer að líða að kosningum vaknar upp sú von að það komi loks fram einhver stjórnmálamaður með hugsjónir og bein í nefinu til að vinna að þeim og veit það að hugsjónir eru ekki til sölu. Það er mín skoðun að Ísland stendur á ákveðnum tímamótum og er kannski í smá tilvistarkreppu því nú er ákveðin undiralda sem kraumar undir yfirborðinu um hvers konar framtíð við viljum eiga hér á íslandi. Viljum við skapa fjölskylduvæna þjóð þar sem fjölskyldugildi eru verðmæt og viljum við skapa þjóð þar sem allir eru jafnir án allra fordóma, viljum við fórna náttúrunni án þess að horfa á stóru myndina? Þó að frjálshyggjan er góð og gild þá fylgja henni líka gallar sem er sú staðreynd að hinir ríku verða ríkari en hinir snauðu greiða kostnaðinn. Alla vega er orðið tímabært að kveða niður gamla drauga sem eru orðnir ellismellir fyrir löngu svo sem, verðtrygging, stimpilgjöld, bensíngjald, tollar. Ég er á móti því að fyrirtæki geti falið sig á bakvið það að við séum eyja og þess vegna er ekki virk samkeppni frá öðrum löndum og í skjóli þess er haldið uppi ofurháu verðlagi hér á landi. Hvar eru stjórnmálamennirnir sem vinna fyrir þjóðina afhverju er ekki unnið að því að opna landið svo að það verði virk samkeppni og fyrirtæki þurfi að standa sig í þeirri samkeppni eins aðrir, er það ekki frjálshyggjan í hnotskurn?
Alla vega þá er kominn tími á að gera róttækar breytingar og kannski er leiðin sú að skipta leikmönnum útaf eins og gert er í íþróttum þegar menn eru ekki að standa sig.
Einn voða pirraður, Nei í raun ekki en þetta er bara smá pæling.
Bloggar | Breytt 28.3.2007 kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hippahátíð í eyjum.
22.3.2007 | 18:27
Undafarin ár hefur verið haldin stórskemmtileg hátíð í Vestmannaeyjum sem nefnist Hippahátíðin og eins og nafnið gefur til kynna þá er þessu tímabili gerð góð skil og menn og konur draga fram gömlu góðu mussurnar og hippa glingur og halda hátíð með bros á vör.
Meðal annars verður þjóðlagakvöld þar á meðal eru nokkrir eðal tónlistarmenn sem ég á pínulítið í eins og Sæþór Vídó sá sem er á myndinni , Davíð Arnórs og Pabbi & Beta ( Hermann Ingi & Elísabet) ásamt fleirum stórgóðum tónlistarmönnum.
Frábært framtak og það er ekki laust við að maður langi bara að skella sér til eyja og taka þátt í gleðinni.
Hver man ekki eftir " All we are saying is give peach a chance"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kabbalah.is
21.3.2007 | 06:14
Nýlega var sett á laggirnar áhugamannafélag um Kabbalah á íslandi og hefur verið sett upp síða í tengslum við það og eins eru fræðslufundir og námskeið í boði fyrir þá sem hafa á huga á að skoða þessu merku fræði, hvet ykkur að kíkja á hana og kynna ykkur málið.
Bloggar | Breytt 22.3.2007 kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er Fíkn?
19.3.2007 | 14:39
Ég hef oft verið að velta fyrir mér fyrirbærinu fíkn og þá í tengslum við sálarlega fíkn, hver er drifskraftur fíknar og hvaðan kemur hún og hvers vegna fíkn blindar augu þeirra sem fyrir henni verða. Það eru til allskonar fíklar, áfengis, eiturlyfa, matarfíklar, kynlífsfíklar ásamt fleiri flokkum, en sá flokkur sem ég vill einblína á núna er hópur sem hefur stundum alveg gleymst það er hópurinn trúarfíklar.
Skilgreining á fíkn: Er hugtak sem er notað yfir einstakling sem endurtekur sífellt skemmandi hegðun, sálfræðileg fíkn felur í sér vellíðunartilfinningu og áframhaldandi neyslu til að forðast vanlíðunartilfinningu.
Það er mín skoðun að fíkn er flótti frá vandamáli eða óþægilegum hlutum sem einstaklingurinn vill ekki takast á við eða þorir ekki að horfast í augu við, ávöxtur fíknar er algjör ringulreið og óreiða þegar hún nær hámarki öll rökhugsun og skynsemi hverfur, fíknin kemur beint úr sjálfinu okkar eða sjálfselsku og er meðal ástæðan fyrir því að fíklar miða allt við sig fyrst og fremst, eða að svala fíkninni fyrst sama hvað það kostar og jafnvel þótt það komi niðri á öðrum og sjálfu sér. Hvernig getur maður hætt að vera fíkill? Með því að taka ábyrgð á lífi sínu og viðurkenna fyrir sjálfum sér að þú sért ekki fórnarlamb heldur að þú hafir lykilinn í höndum þér að þínum örlögum hvort sem þau eru slæm eða góð, leita sér hjálpar þegar augun hafa opnast. Þrátt fyrir góðan ásettning margra til að hjálpa fíklum þá byrjar og endar lækningin fyrst og fremst hjá fíklinum sjálfum.
Vil ekki heyra, vil ekki sjá, vil ekki segja frá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)