Færsluflokkur: Bloggar
Hver er munurinn á Kabbalah og trúarbrögðum?
23.1.2008 | 01:50
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Verð ég að trúa á guð til að lifa andlegu lífi?
21.1.2008 | 20:56
Ég hef fengið oft þá spurningu um hvort kabbalah sé trú, og í því tilefni langar mig að setja fram þetta myndband sem útskýrir á einfaldan og góðan hátt muninn á trú og kabbalah.
Eins smá hugleiðing um bænina.
Njótið vel,
Kv. Hermann
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hættu að ónáða mig!
16.1.2008 | 16:24
Ef við erum algjörlega hreinskilinn, erum við þá ekki öll sek af því að vera slæmir hlustendur? Kabbalistarnir kenna okkur það að lífið snýst að miklu leiti um það að tengjast öðrum. Hvernig getum við í raun elskað og skilið aðra þegar við gefum okkur aldrei tíma til að hlusta á hvað þeim liggur á hjarta? Ef við stöðuglega klippum á fólk, þá erum við að hindra þau í að geta tengst við okkur og um leið farið á mis við mikið ljós og blessun sem þeim einstaklingi er ætlað að færa inní þitt líf.
Í dag, taktu þá einfaldlega eftir hversu erfitt það er að ónáða engan.
Bloggar | Breytt 25.1.2008 kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
EKKI TRÚA ÞVÍ!
13.1.2008 | 04:27
Einn af þeim kostum sem fylgir því að stunda kabbalah er sú tækni og þekking sem gerir þér kleift að þróa með sér síu hugsana með þessari mögnuðu tækni, þú getur sigtað úr þær hugsanir sem að munu skaða og lært að sjá þær fyrir það sem þær eru og neitað að trúa neikvæðum hugsunum sem eru í eðli sínu blekking. Það er samt ekki svo að vitrir menn og konur fái ekki neikvæðar hugsanir - það getur í raun enginn stöðvað þær - en þeir trúa þeim samt sem áður ekki. Þetta er það sem gerir þá vitra í raun.
Hverju ertu að trúa í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ormurinn í eplinu.
9.1.2008 | 21:39
Eins og ormurinn í eplinu hefur takmarkaða sýn af heiminum og hefur jafnvel talið sér í trú um að innann eplisins sé allt það sem í heiminum er. En þegar hann fundið leiðina útúr því takmarkaða umhverfi sem hann hélt að væri allt sem væri í heiminum, þá birtist honum skyndilega landslag sem er mun stórfenglegra og stærra en hann hafði talið sér í trú um.
Við lifum eins að mörgu leiti. Við festum okkur inní takmörkuðu rými, og vitum ekki hvers við erum að fara á mis við. Vin einblínum eingöngu á það sem við erum og sjáum ekki hvað við getum orðið.
Í dag, grafðu þig útúr því epli sem þú býrð inní. Hvað er það sem þú villt verða og sjá rætast eftir viku?, mánuð eða ár?´ Sjáðu fyrir þér á hvaða sviðum þú getur vaxið, gerðu meira, vertu meira, ef þú vilt dreyma stórt þá verður þú að hugsa stórt líka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mér þykir það leitt.
8.1.2008 | 00:02
Það eitt að biðjast afsökunar fjarlægir ekki sársauka þess sem óskað er eftir fyrirgefningu hjá. Það eitt að biðjast afsökunar hindrar þig ekki í því að bregðast við á sama hátt undir öðrum kringumstæðum eftir viku eða tvær. Til að leiðrétta þann sársauka sem þú hefur skapað öðrum, þá þarft þú að fjarlægja það myrkur sem fékk þig til að hegða þér með slíkum hætti fyrir það fyrsta.
Í öðrum orðum, sjáðu vandan, meðtaktu hann og gerðu þér grein fyrir að það sé myrkur þarna til staðar innra með þér, sama hversu mikið það kann að hræða þig. Því að um leið og þú hefur yfirstigið óttann við að viðurkenna það sem falið er í dýpstu skúmaskotum innra með þér, þá getur þú byggt á því og tekið fyrir það næsta sem er það að leggja sig allan fram við að fjarlægja það slæma úr eðli þínu.
Í dag, dragðu athygli þína að því myrkri sem þú hefur falið innra með þér. Þú munt kannski ekki fjarlægja það í einu skoti, enn þú getur byrjað á ferlinum sem mun fjarlægja myrkrið með því að vera meðvitaður um það og skjóta stöðuglega ljósi á myrkrið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hamingjusamur innannfrá og út.
2.1.2008 | 20:03
Við höldum oft á tíðum að það séu vandamál okkar séu ástæðan fyrir því að við getum verið leið. En í rauninni er sannleikurinn sá, að ef við erum leið þá drögum við að okkur vandamál. Stundum er eins og við séum að bíða eftir töfralausn, að einhver kraftur muni koma og kveikja upp neista gleði og hamingjunnar innra með okkur og að þá verðum við loks hamingjusöm, kæri vinur það er akkúrat ástæðan fyrir því að þú ert að fara á mis á við það upplifa gleði og hamingju. Hamingjan verður að koma innann frá og út.
Í dag, hugsaðu um hvað það sé sem þú ert að bíða eftir áður en þú leyfir sjálfum þér að vera sannarlega hamingjusamur og hvernig myndi þér líða ef þú fengir það sem þú ert að bíða eftir nú þegar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Settu skvettu af kærleik í málið.
30.12.2007 | 17:02
Í dag, settu þá ást og kærleik í allt sem þú gerir. Hvort sem það er að vera almennilegur við strætóbílstjórann eða þína fyrrverandi, megir þú koma frá þeim stað að þú leggir ást og umhyggju í allt það sem þú gerir. Það er hinn sanni tilgangur með því að lifa samkvæmt Kabbalah.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Rís upp!
27.12.2007 | 23:26
Ef þú finnur þig einhvern tímann í þeirri stöðu að þú upplifir sársauka eða þjáningu þá er besta leiðin til að koma sér út úr þeirri stöðu er að byrja að deila og gefa af þér til annarra. Með því að nýta sársauka þinn til að hjálpa öðrum þá dregur þú niður gríðarlegt magn af ljósi inní þitt líf. En ef þú dvelur í þínum eigin sársauka, jafnvel þótt að það væri réttlætanlegt að gera það, þá munt þú aðeins sökkva dýpra í ótta og þunglyndi.
Í dag, finndu leið til að deila með þeim sem eru í svipaðri eða verri stöðu en þú. Þannig munt þú rísa uppúr þínum eigin sársauka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Deildu með þér.
26.12.2007 | 16:30
Þú þekkir þá tilfinningu þegar samband fer að staðna?
Samkvæmt Kabbalistum, þá er ástæðan líklega sú að þú ert stöðuglega að þiggja án þess að gefa á móti. Þetta framkallar stöðnun, rétt eins og vatnið ef það fær ekki að flæða þá fúlnar það sama á við um að Ljósið stöðvast þegar flæðið er hindrað eða stoppað. Það er ekkert að því að meðtaka- við eigum að meðtaka til þess er ætlast af okkur, en ef þú gefur ekkert af þér, þá verður það sem þú meðtekur takmarkað og ófullnægjandi.
Í dag, gefðu af þér kærleik, ást og umhyggju, deildu tíma þínum með öðrum, njóttu vináttu þeirra sem þú átt að, einfaldlega deildu með þér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)