Hvað er Kabbalah?

 Kabbalah fræðin hafa verið stunduð í yfir 4000 ár og hafa oft verið kölluð vegvísir sálarinnar.

Æ fleiri hafa kosið að tileinka sér þann vísdóm sem Kabbalah býr yfir sérstaklega nú þegar fræðin eru orðin opinber öllum þeim sem vilja.
Kabbalah er ekki trúarbrögð heldur vísindi, ákveðin lífssýn og lífsstíll sem gefur meiri dýpt og skilning á tilveru okkar og tilgangi, gerir okkur hæfari að ná meiri framgangi og þroska í lífi okkar. Fræðin svara spurningum eins og hver er ég? Hvert stefni ég? Og er tilgangur með þessu lífi?
Kabbalah kennir okkur að víkka sjóndeildarhringinn og sjá hlutina í nýju ljósi.

Fyrir áhugasama þá hefur Kabbalah.is sem er áhugamannafélag um Kabbalah hug á að flytja inn kennara frá Kabbalah Center í London sem er sú sama og Madonna stundar lærdóm hjá.

Ef þú hefur áhuga á að fræðast meira um vísdóm Kabbalah þá getur þú skráð þig á opin fræðslufund án nokkurra skuldbindinga.

Áhugasamir geta skráð sig á http://kabbalah.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Keypti mér einmitt bók um fræðin sem ég hef verið að glugga í reglulega..fræðandi lesning.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.3.2007 kl. 12:22

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég þarf endilega að athuga með þessi fræði.

Svava frá Strandbergi , 2.3.2007 kl. 23:43

3 Smámynd: Kaleb Joshua

Ef þið hafið áhuga þá verður kynningarfundur með kennara frá The Kabbalah Center, þann 14 mars og það verða svo reglulegir kennslufundir eftir það.

sjá nánar á www.kabbalah.is

Kaleb Joshua, 8.3.2007 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband