Smá hugleiðing.

mail_gm

Eitt af því sem mér þykir gaman að gera er að njóta tónlistar og þá sérstaklega að fara á tónleika til að upplifa þá stemmingu sem myndast bara á slíkum viðburðum og veitir manni unað og ánægju. Okkur til lukku þá höfum við íslendingar haft nóg framboð af frábærum tónlistarviðburðum sem gleðja landann þar sem íslenskar og síðan erlendar hetjur heiðra okkur með tónlistarflutningi sínum við og við.
Af allri þeirri flóru af erlendum hljómlistarmönnum sem hafa komið til Íslands þá hef ég saknað sárt að fá ekki aðila eins og Cat Stevens ( Yufus Islam) eða hvað með Paul Simon og Art Gartfunkel. Ekki fyrir löngu þá komu æskugoðin mín til Íslands hin frábæra 80´s hljómsveit Duran Duran og man ég í gamla daga hversu mikill rígur var milli þeirra sem hlustuðu á Duran Duran og þeirra sem hlustuðu á Wham, hvernig er með það, væri ekki upplagt að reyna að fá Wham kónginn sjálfan George Michael til að koma og trylla landan, hvernig væri að gamlir aðdáendur Wham taki sig nú saman og hvetji okkar ágætu tónleikahaldara að vinna að því að fá kappann til landsins, ég hugsa að ég myndi nú svíka lit og kíkja á kappann þótt að ég sé gamall Duran Duran fan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Vídó

Sæll frændi.

Hérna er tengill á tónleika Art Garfunkel
http://www.artgarfunkel.com/dates.html

Ég er einmitt að skoða það að fara á tónleika með honum í Vín en mig grunar að ég verði á Íslandi á þessum tíma.

Það væri toppurinn að Leonard Cohen heim til Íslands, karlinn kom á Listahátíð 1986 og það er kominn tími á aðra tónleika.

Bið að heilsa öllum... 

Kjartan Vídó, 4.3.2007 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband