Smá pæling

free_your_mind 

Eitt stærsta vandamálið við trúarbrögð heimsins í dag og í gegnum tíðina eru trúarleiðtogarnir, trúarbrögð eða leiðtogar trúarbragða hafa skapað sér í gegnum tíðina ákveðið kerfi með því að halda aftur af upplýsingum í þeim tilgangi að tryggja sér völdin og til þess að stjórna, skapa þörf fyrir fólk að verða háð trúarleiðtogunum. Þetta er alþekkt í gegnum kirkjusöguna þar sem hlutirnir fóru svo langt á tímabili að aðeins var messað á latínu til að halda fólkinu í vanþekkingu betur þekkt sem svarta öldin, eins er það alþekkt að vatíkanið hefur haldið handritum leyndum fyrir almenningi þar sem upplýsingar sem í þeim eru gætu skaðað trúarkerfið og enn ein leiðin eru þýðingarnar sem oft á tíðum hafa breyst mikið frá grunntexta til að aðlaga hann betur að trúarkerfinu sem hentar í það skiptið fyrir trúarkerfið. Flestir vita að þekking er afl og sá sem þekkinguna hefur hefur forrskot á þann sem býr ekki yfir þekkingu. Það er ekki þar með sagt að trú og trúarbrögð séu endilega slæm, nei það þarf bara að færa trúnna aftur til fólksins eins og henni var ætlað frá upphafi í stað þess að hafa trúnna sem eitthvað kerfi eða bákn.

 

Þorum að spyrja og leita svara sjálf!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fishandchips

Alveg rétt hjá þér, enda eru þessi trúarbragðastríð eins og á Írlandi bara bull.  Hver manneskja á að hafa frelsi til að trúa á það sem hún vill. Ef það er á stokka og steina, þá er það bara val. Þetta með trúarbrögðin er ekki alveg að gera sig hjá mér. Mér finnst þetta vera að fara ansi mikið út í öfgar. Þú trúir á þitt og ég á mitt, við komumst að niðurstöðu þegar við deyjum. En þangaðtil eigum við ekki að dæma annað fólk

Fishandchips, 6.3.2007 kl. 20:44

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

'Þú finnur ekki Guð í höllum gerðum úr steini eða viði' 'Guðsríki er innra með yður'. 'Kljúfðu trjábút og þú finnur mig þar.' ' Veltu við steini og ég er þar.'
Úr Tómasarguðspjalli sem fannst árið 1945 og sem kirkjan viðurkennir ekki'

Svava frá Strandbergi , 7.3.2007 kl. 00:15

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Fáfræðin er stjórntæki sem yfirvaldið hefur notað óspart til að halda almúganum á sínum stað. Lausnin frá því er að hver maður finni sitt Guðsríki innra og læra að treysta þessari innri hljóðu rödd sem leiðir fram veginn.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.3.2007 kl. 20:19

4 Smámynd: Fishandchips

Var aftur að hlusta á lögin þín... Þú ert langbestur bara með gítarinn. En Regnið nokkuð flott. Skemmtarinn er svo sálarlaus. En þú ert örugglega flottur í hljómsveit, svona live. Ætla að fylgjast vel með tónlistarferlinum. Þú ert með flotta rödd. Hefurðu eitthvð fylgst með X-Factor? Þetta er eitthvað skrítið dæmi. Lélegasta fólkið hangir inni, en það besta er sent heim. Er ekki alveg að fatta þetta

Fishandchips, 8.3.2007 kl. 21:59

5 Smámynd: Kaleb Joshua

Takk fyrir það, ræturnar eru líka í kassagítarnum og ég er alltaf svolítill trúbador í mér.

Kaleb Joshua, 8.3.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband