Það er aldrei of seint.
15.4.2007 | 11:54
|
|
Þú ert eflaust búin(n) að átta þig á að þú hefur sál og sú sál er eilíf. Og það er mín von að þú vitir að sál þín kom inní þennann heim með ákveðið verkefni til að leysa rétt eins og James Bond til samlíkinar. Við fengum kannski ekki flottann bíl og byssu líkt og 007, en þér er ætlað að gera ákveðna hluti í þessum heimi sem aðeins þú getur framkvæmt. Sumir kunna að kalla þetta köllun eða lífsverk sitt, en varist því það er til afl sem reynir ákaft að koma í veg fyrir að þú lifir þeim eða uppfyllir þína drauma. Það er aldrei of seint, oft dynja yfir okkur okkar eigin takmörkuðu hugsanir og vantrú á okkur sjálfum sem heldur okkur föstum í sömu sporunum vegna þessa að við erum orðin of gömul eða við erum of ung, við erum ekki nógu menntuð eða við erum of brotin. Sannleikurinn er sá að sá sem stjórnar útsendingu á þessum hugsunum getum við kallað óvinurinn sem er í lífi okkar til að skapa ögrun og hindranir í líf okkar til að sigrast á. Þegar við finnum upp afsakanir fyrir því að vinna ekki í þeim hindrunum og því sem örgrar okkar frelsi og hamingju þá hefur óvinurinn skorað mark gegn okkur. Gamal kínverskt máltæki talar um að langt ferðalag byrjar með einu skrefi. Það er aldrei of seint að iðrast. Sá sami óvinur sem við ræddum um áðan fyllir okkur með stolti, hroka og jafnvel skömm til að hindra okkur í því að iðrast og biðjast fyrirgefningar þegar við höfum brotið á örðum. Ávöxturinn af þessu er sá að fólk einangrast og skilur eftir eyðu í lífi okkar og þar af leiðandi líka í alheiminn fyrir neikvæða orku að flæða inní heiminn. Smá áskorun. Taktu upp símann, skrifaðu bréf eða hugleiddu þau orð sem eru efst á síðunni til að senda ljós inní líf þeirra sem eyða hefur myndast. Það er aldrei of seint að fara á eftir draumi sínum. Sem foreldri þá fylgist ég með börnum mínum með augun full af lífi stöðuglega að leita eftir næsta fjöri, eitthvað til að takast á við eða gera eitthvað skemmtilegt. Og ég hugsa með sjálfum mér af hverju hef ég ekki þessa eftirvæntingu í lífi mínu líkt og börnin alla daga? Tökum ákvörðun að setja eftirvæntingu í það sem hefur orðið rútína. Kabbalistar kenna það að vonir okkar og draumar koma frá sálinni svo þegar við tengjumst við drauma okkar og gerum þá að veruleika þá erum við að opinbera meira ljós inní heiminn.Ljós og blessun. |
Athugasemdir
Vilborg Eggertsdóttir, 15.4.2007 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.