Maðurinn með andlitin tvö.

Maðurinn með andlitin tvö, öll þekkjum við til hans annað hvort í fari okkar eða þá allt í kringum okkur. Alla vega þá vill hann telja fólki trú um það að hann sé annar en hann er. Ástæðan er í raun sú sama hjá öllum, hann er alveg dauðhræddur um að einhver skyggnist bakvið tjöldin og uppgötvi að það er annað sem býr á bakvið þá grímu sem sett er upp sem vörn. Gæti það verið ótti og óöryggi sem stjórna honum, halda föstum og hindra honum að sýna sitt rétta andlit? Er hann sami maðurinn þegar gríman er tekinn niður þegar engin sér? Ég held að við öll höfum gerst sek einhvern tíman um það að taka þátt í leikriti þar sem þú ert falin(n) á bakvið einhverja grímu og felur þína sönnu fegurð.

Enn það er eitt sem ég hef lært að vera ekki hræddur við að leyfa öðrum að sjá veikleika mína því í raun hafa allir veikleika sem þeir fela ef við erum nú alveg heiðarleg og í raun verða veikleikarnir að styrkleika þegar maður hættir að reyna að fela þá og horfist í augu við þá staðreynd að þeir eru þarna og fara ekki fyrr en tekið er á þeim. Auðmýkt er sú andlega leið sem færir ljós í líf okkar og þar finnum við okkar sanna styrkleika. 

Kæru vinir, mitt ráð í dag er það, hættum að vera í feluleik og leyfum okkur að vera það sem við erum, hvað er það versta sem getur komið fyrir?

gríma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæri hermann ! hann vinur þinn er að mínu mati einn af öllum sem felur eitt eða annað, öll held ég að við höfum einhver leyndarmál, sem við sjálf ekki þorum að horfast í augu við, og hvað þá tilbúinn að opinbera þau fyrir almenning. en þegar við hver fyrir sig vinnum með okkur sjálf og elskum alla hluta í okkur sjálfum,"þorum að vera alveg það sem við erum" þá hrynja grímur, af hverjum og einum. þegar fyrsta gríman hrynur, þá hrynur gríma vinar, og þannig held ég að þetta gerist koll af kolli.

ég er sammála þér í að veikleikarnir verða að styrk, þega maður þorir að sýna hver veikleikinn er, sýna sé og öðrum. 

þegar ég dæmi, dæmi ég sjálfa mig.

þegar aðrir dæma mig, dæma þeir sig. 

hafðu fallegan föstudag, og alla daga

Ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.5.2007 kl. 12:28

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Við vorum einmitt að tala um þetta um daginn ég og maðurinn..hvernig væri að hafa einn grímulausan dag..allir myndur fella grímurnar og vera sannir og einlægir og segja bara satt um hvernig þeim líður og hvar þeir eru staddir í lífinu raunverulega??? Ég held að í stað fordæmingar myndi gjósa upp mikill samhugur og stuðningur..við erum öll á sama báti. Allir að glíma við sitt í sínu horni....faldir á bak við grímur sem eru að ganga frá þeim.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.5.2007 kl. 22:28

3 Smámynd: Kaleb Joshua

Takk fyrir góðar ábendingar og megi ljósið yfirfylla ykkar líf

Kaleb Joshua, 29.5.2007 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband