Þú ert leyndardómurinn

Á öld upplýsingar og þekkingar þá er ekki skortur á valmöguleikum á þeim andlegu leiðum og kennurum sem eru í boði til að fara eftir. Það hefur sína kosti fleiri og fleiri eru að vanka við sér af værum svefni og opna augun í fyrsta sinn, slæmu kostirnir eru kannski þeir að margra þessara leiða krefjast þess að þú þurfir að leita stöðuglega til annarra til að fá svör við þínum spurningum og til að fylla á tankinn þegar hann tæmist.

En sannleikurinn er sá að þú hefur öll svörin nú þegar innra með þér, þú ert lykillinn og leyndardómurinn fyrir þínu lífi og sem betur fer eru til margar leiðir sem veitir þér þau verkfæri til að fjarlægja vefinn og rykið sem sest hefur yfir sál þína sem hjálpartæki, en samt sem áður er öll sú viska sem þú leitar að og þarfnast nú þegar innra með þér.

Í dag, æfðu þig í því að biðja ekki aðra um ráðgjöf, heldur stilltu þig inná þessa hljóðu rödd innra með þér. Þetta er rödd sálar þinnar sem segir þér allt sem þú þarft að vita.

wisper


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:                                           OM

Gassho

OM , 1.6.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband