Hvert ert þú að stefna - efnislega og andlega?

Hvert ert þú að stefna - efnislega og andlega?

Getur snert á því, smakkað eða séð það? Eina leiðin til að draumar þínir getir ræst er sú að þú haldir fast stefnu að þínu marki. Annars munu þeir erfiðleikar eða hindranir sem kunna að verða á vegi þínum draga úr þínum andlega krafti og þrótti þínum að komast í mark.

"Ef þú leyfir sársaukanum að verða stærri en þín hugsjón, þá mun hugsjónin tapast og gefast sársaukanum."

Rav Ashlag.


Hafðu það á hreinu hvað þú vilt í dag. Og haltu stefnunni fast.

Haltu stefnunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fishandchips

Hef alltaf staðið föst á því að hugurinn er okkar sterkasta vopn. Ef þú segir sjálfum þér að þú sért heppinn, þá ertu heppinn. Og aftur á móti ef þú ert sannfærður um að allt sem þú tekur þér fyrir hendur sé dæmt til að mistakast, þá mistekst það. Við ráðum svo miklu meira yfir okkar lífi en við höldum.

Fishandchips, 5.9.2007 kl. 01:58

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Við erum skaparar....svo einfalt er það nú. Sonur minn segir stöðugt að hann sé heppinn og finni alltaf peninga. Og það bregst ekki..hann er alltaf með fulla vasa af klinki sem hann finnur hvert sem hann fer. Og hann trúir á árangur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur enda getur hann allt. Það sem á það til að þvælast fyrir fólki með góð fyrirheit og sterkar ætlanir eru undirliggjandi prógrömm í undirvitundinni...oftast algerlega ómeðvituð þrá t.d um að eyðileggja allt gott fyrir sjálfum sér eða tilfinning um að vera ekki verðugur. Það má hins vega leysa upp..ef fólk vill gera slíka vinnu.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.9.2007 kl. 09:55

3 Smámynd: Kaleb Joshua

Tek undir með ykkur báðum, hugurinn er okkar sterkasta vopn og eins erum við skaparar en eins og með allt í lífinu þá erum við prófuð til að hjálpa okkur að þroskast og þróast og þá er mikilvægt að vera fullviss hvert maður stefnir.

Kaleb Joshua, 8.9.2007 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband