Lát ljós þitt skína!

lát ljós þitt skínaHverjar eru þínar gjafir, þínir kostir?  Skráðu þá niður, taktu smá stund og einblíndu á þá kosti sem gera þig einstaka(nn), að því sem þú ert.

Ertu búinn að skrá þá niður?  Allt í lagi.  Ertu að nota þær öðrum til blessunar?  Kabbalah kennir okkur það, að þegar við notum okkar gjafir, hæfileika, okkar kosti eingöngu fyrir okkur sjálf, þá munu þær gjafir á endanum skaða okkur. Við eru sköpuð til þess að meðtaka til að gefa, að deila með okkur. Ég segi þetta ekki til að hræða þig, heldur til að opna augun þín fyrir þeirri staðreynd og æðri sannleik, að þú sért hlekkur í keðju mannkynsins og að þú þarft að leggja þitt af mörkum til að halda því gangandi.

Í dag, stækkaðu þinn sjóndeildarhring örlítið meir.  Sjáðu heiminn allt í kringum þig og taktu eftir því að það er fólk í kringum þig sem lifir í myrkri og bíða þess að þú látir ljós þitt skína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband