Þú ert það sem þú hugsar!

þú ertKabbalah kennir okkur það að ekkert gerist, nema að það hafi orðið til í hinu andlega fyrst.  Sem dæmi, áður en þú talar þá hefur þú ákveðið hvað þú ætlar að segja í huganum áður en þú heyrir orðin hljóma úr munni þínum.  Það má segja að hið andlega sé að mörgu líkt tölvu og hið jarðneska er það sem prentast útúr prentaranum.  Raunverulegar ákvarðanir verða til á forritunarsviði tölvunar(hinu andlega) sem gefa svo skipanir um hvað eigi að gera.  Þetta er ekki svo ósvipað hjá okkur mannfólkinu, okkar ákvarðanir verða til líka í hinu andlega eftir að við erum meðvituð um hvað þurfi að gera.  Okkar tilfinningar og hin líkamlega hlið lyftast upp og fylgja því sem hugur okkar hefur fyrirskipað.  Það má þá draga út frá því þann lærdóm að ef við ætlum að eiga við veikleika í okkar lífi þá þurfum við að takast á við hann fyrst í hinu andlega, vera meðvituð um það að eftir höfðinu dansar líkaminn.  Stundum þurfum við að strauja harða diskinn og þurrka út það neikvæða og endurskrifa síðan nýjar skipanir í huga okkar. 

 Hvað ertu að hugsa um?  Ert þú háð(ur) því að vera alltaf neikvæð(ur) eða efastu um allt og alla? Er þitt hugarmynstur, mynstur fórnarlambs?  Láttu jákvæðni og von flæða yfir hugsunarmynstur þitt í dag og hafðu rúm fyrir lækningu fyrir hvern þann hugarkvilla sem kann að vera til staðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband