Frosið hjarta!

"Hún er svo neikvæð, alltaf að dæma aðra. Ohh, ég þoli hana/hann ekki!" 

frosið hjartaHljómar þetta kunnuglega?  Hversu oft dæmum við aðra fyrir dæmandi hugarfar?  Samkvæmt fræðum kabbalista, þá er okkur sagt að þegar við fellum í þá gryfju að leggja dóm á aðra vegna þeirra hegðunar, framkomu eða hugarfars, þá erum við aðeins að bæta á vogaskálar neikvæðni í umhverfinu okkar.  Og með því að taka þátt í slíkri hegðun þá erum við í raun að opna dyrnar fyrir að dómur falli í okkar lífi.
 

Í dag, kannaðu hvort að neikvæðni leynist í þinni hugsun.  Vittu til að þegar þú ákveður að taka stjórn yfir neikvæðni, dæmandi og skemmandi hugsunarhætti sem er sprottinn út frá köldu hjarta, þá mun fólk í kringum þig njóta góðs af því til hins betra.  Og ekki nóg með það, þú munt verða sjálf(ur) mun hamingjusamari þegar þú hefur losað þig við eitraðar hugsanir útúr þínum huga og meðvitund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband