Gerðu það sem þú getur.

svart og hvíttFólk eyðir oft allt of miklum tíma í óvissuhluti og vita þarafleiðandi ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga vegna þess.  Kabbalistarnir hvetja okkur að eyða ekki of miklu púðri í þá hluti sem óvissa ríkir um og rækta frekar þá hluti sem þú ert viss um.  Ljósið hefur sýnt þér leiðina þangað, taktu því þeim hluta enn fastari tökum og þá munt þú fá ennþá betri sýn á hlutina.

Mundu að okkar neikvæða hlið vill fá athygli þína og tíma yfir á þá hluti sem þú ert óviss um, til þess að halda okkur frá þeim hlutum sem við þurfum að gera og vitum að virkar fyrir okkur. 

Í dag, þegar þú veist ekki hvað þú átt að gera, gerðu þá það sem þú veist og kannt, og gerðu það af meiri krafti og innblæstri.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

 Lokaorð mín til þín á þessu ári kæri bloggvinur eru frá Nelson Mandela sem setur sig yfir eigin þarfir og hugsar sig sem heildina. Boðskapur inn í hið nýja ár sem á erindi til okkar allra.

Steina

Okkar dýpsti ótti er ekki að við séum vanmáttug.
Okkar dýpsti ótti er að við erum óendanlega máttug.

Það er ljósið innra með okkur ekki myrkrið sem við hræðumst mest.Við spyrjum sjálf okkur hvað á ég með að vera frábær, yndisfögur, hæfileikarík og mikilfengleg manneskja.

Enn í raun hvað átt þú með að vera það ekki?

Þú ert barn Guðs.

Það þjónar ekki heiminum að gera lítið úr sjálfum sér.
Það er ekkert uppljómað við það að gera lítið úr sjálfum sér til þess að annað fólk verði ekki óöruggt í kringum þig.

Við fæddumst til að staðfesta dýrð guðs innra með okkur, það er ekki bara í sumum okkar, heldur í hverju einasta mannsbarni.Og þegar við leyfum ljósinu okkar að skína, gefum við öðrum, ómeðvitað, leyfi til að gera slíkt hið sama.Um leið og við erum frjáls undan eigin ótta mun nærvera okkar ósjálfrátt frelsa aðra.
 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.12.2007 kl. 13:08

2 Smámynd: Kaleb Joshua

Takk fyrir þessu góðu orð Steinunn, ég meðtek þau með þakklæti og ég óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla og farsældar í öllu því sem þið takið ykkur fyrir hendur.

Jólakveðja,
Hermann

Kaleb Joshua, 22.12.2007 kl. 16:06

3 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Ég er bara að kasta jólakveðju á þig kæri bloggvinur.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

 

Kv Sigríður

Sigríður Jónsdóttir, 23.12.2007 kl. 15:22

4 Smámynd: Túrilla

Mig langaði að kasta á þig jólakveðju með hjartans þökkum fyrir dásamlega og uppbyggjandi pistla. Vonandi heldurðu áfram að miðla okkur af visku þinni, bjartsýni og jákvæðni sem allra lengst. Það er ekki annað hægt en að verða betri manneskja af því að lesa - og meðtaka - það sem þú skrifar.

Túrilla, 23.12.2007 kl. 18:53

5 Smámynd: Kaleb Joshua

Takk fyrir það  

Ég óska ykkur gleðilegra jóla og hafið það sem allra best yfir jólin, hlakka til að rekast á ykkur eftir hátíðarnar

Kaleb Joshua, 24.12.2007 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband