Need ministries Indlandi.

Heyrði í dag frá vini mínum Rao frá Indlandi þar starfar hann sem forstöðumaður og stofnandi Need ministries sem er kirkja sem leggur ríka áheyrslu á hjálparstarf, neyðin er mikil í Indlandi og mikið af fólki sem er heimilislaust og fátæktin er ríkjandi á stórum svæðum.  Nýverið var mikið flóð í þorpi sem kallast Amudala Lanka þar sem stór hluti þorpsins missti heimili sín, Need ministries sendi hóp af fólki til þorpsins og safnaði heimilislausum saman og hlúðu að þeim með mat og lyf og boðuðu fagnaðarerindið til fólksins, seinna dreifðu þeir vatni, teppum, fötum og öðrum nauðsynjum og tár steymdi niður kinnar fólksins sem skildi ekkert í því af hverju ókunnugt fólk sýndi þeim svona mikinn kærleika. Þetta mættu við taka okkur til fyrirmyndar að leggja meiri hjálparhönd til þeirra sem minna meiga sín og þjóð eins og Ísland sem er ríkulega blessuð af Guði að leyfa öðrum að njóta þess sem Guð hefur blessað okkur með því að það er mín einlæga trú að ef við gefum af því sem Guð hefur blessað okkur með gleði í hjarta þá eru engin takmörk fyrir því hversu mikið Guð muni blessa þig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband