Tækifæri - ekki tækfæri það er spurningin.
11.11.2008 | 23:15
Ég heyrði eitt sinn sögu um tvo farandsölumenn sem unnu við það að ferðast um allan heiminn og seldu skó. Í einni slíkri ferð þá lá leið þeirra til lands í svokölluðu þriðja ríki. Fyrri sölumaðurinn sem hét Jón lenti snemma dags og kom sér fyrir á hóteli sínu og fór að kanna aðstæður til að selja skó. Við það féllust honum gjörsamlega hendur og hann flýtti sér aftur á hótelið og hringdi í konu sína og sagði: elskan þú munt ekki trúa hversu mikil vonbrigði þessi ferð er, það er engin von fyrir mig hér, hérna gengur enginn í skóm, hvernig á ég í ósköpunum að selja svo mikið sem eitt par? Síðan pakkaði Jón niður og tók næstu flugvél heim.
Seinni sölumaðurinn hann Hannes kom með næstu vél á eftir Jóni. Hannes kom sér líka fyrir á hótelinu og hóf síðan að kanna aðstæður og markað til að selja skó. Hannes var fullur eftirvæntingar og flýtti sér aftur á hótelið til að hringja í konu sína og sagði: elskan þú munt ekki trúa hversu heppinn ég er að vera kominn hér, hérna eru svo mörg tækifæri. Enginn þeirra sem búa hér ganga í skóm! Ég get selt skó til allra landsmanna hér. Sem hann endaði svo á því að gera og seldi þúsundir skópara.
Í dag, horfðu þá aftur yfir þau svæði sem þú taldir að væru engin tækifæri.
Athugasemdir
KærleiksLjós frá Steinu í Lejre
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.11.2008 kl. 16:28
Takk fyrir það sendi eitt slíkt til baka með bestu kveðjum.
Kaleb Joshua, 13.11.2008 kl. 18:05
Góður punktur.
Þú ert góður ;)
Fishandchips, 19.11.2008 kl. 23:53
Var að hugsa,( gerist kannski of sjaldan). En getur verið að við, þessi fullkomna þjóð, hafi dansað hressilega við gullkálfinn.
Í þessari kreppu eru allir hræddir. Ok, margir eyddu um efni fram. En við þessi forsjálu, sem ekki eyddu um efni fram og eru ekki að flýja land, held við sitjum eftir með pálmann í höndunum
Fishandchips, 20.11.2008 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.